Nú, geta Svíar eitthvað?

Eins menn vita eflaust þá getur landsliðsþjálfarinn okkar í fótbolta ekki notað leikmenn eins og Ragnar Sigurðsson í landsliðið, nema þá að mikil forföll séu. Því hlýtur það að koma honum á óvart að sjá verðmiðann á Ragnari, en það er eflaust langt síðan íslenskur knattspyrnumaður hefur  verið verðlagður svo hátt.

Gaman væri reyndar að setja saman lið sem myndi keppa við landslið það sem Ólafur velur, svo sem liðið sem keppti við Andorra í síðasta landsleik. Það má týna til heilt lið manna sem eru að spila reglulega í efstu og næst efstu deildinni í Noregi og Svíþjóð, nöfn eins og þessi:

Stefán Magnússon, Lilleström, Birkir Már Sævarsson, Brann, Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk, Stefán Gíslason, Víking, Hallgrímur Jónasson, GAIS, Hjálmar Jónsson, Gautaborg, Eyjólfur Héðinsson, GAIS, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström, Theódór Elmar Bjarnason, Gautaborg og Ari Skúlason, Sundsvall

Þetta eru leikmenn á besta aldri en góðir þjálfarar eins og Capello (England) og Hamrén (Svíþjóð) leggja áherslu á reynslumikil lið, samtímis sem þeir gefa þeim ungu möguleika, þ.e.a.s. ef þeir eiga það skilið.

 


mbl.is Reiknað með að Gautaborg fái tilboð í Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög áhugaverð hugmynd hjá þér Kristján

Jón E Tryggvason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 10:35

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, finnst þér ekki, þótt ég heiti reyndar Torfi!?

Það má auðvitað bæta við þeim mönnum, sem varamönnum, sem hafa verið í atvinnumennsku en eru komnir heim, mönnum eins og Keflvíkingunum Haraldi Frey Guðmundssyni, Jóhanni Birnir Guðmundssyni og Hólmari Erni Rúnarssyni, (auk Baldurs Sigurðssonar úr KR) og svo framvegis.

Þetta er auðvitað miklu sterkara lið en það sem Ólafur landsliðsþjálfari er að velja - og menn sem hann valdi aldrei í landsliðið þegar þeir voru upp á sitt besta í útlöndum.

Torfi Kristján Stefánsson, 4.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband