6.6.2010 | 20:07
Smjörklípa Moggans!
Það er athyglisvert að á meðan flestir fjölmiðlar landsins fjalla þessa daganna mest um styrkveitingar til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrrum ráðherra í hrunstjórninni og núverandi alþíngismanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá fjallar Mogginn nær ekkert um þann mútuskandal, heldur reynir að þyrla upp moldvirði vegna launamála seðlabankastjóra.
Ljóst er að með tilkomu Davíðs Oddssonar í stól ritstjóra blaðsins þá hefur Mogginn aftur orðið að flokksblaði sem birtir helst engar fréttir sem eru óþægilegar flokknum.
Auk þess má benda á að á mánudaginn var sagt frá því að ákveðið hafi verið að fara með mál Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins fyrir dóm. Er því núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, í enn sterkari stöðu grunaðs manns en áður - og mundu flestir heiðvirtir fjölmiðlar víkja manni, sem svo stendur á hjá, úr starfi þótt ekki væri nema tímabundið.
En Mogginn tekur í staðinn upp smjörklípuaðferð ritstjóra síns og reynir að þyrla upp sem mestu moldvirði til að hylja mál ritstjórans - og þingmanns flokksins.
Lengi má böl bæta með að benda á eitthvað annað.
Ræddi ekki launamálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.