Aðför að mannorði?

Ekki veit ég að hverju Sóley Tómasdóttir er að ýja er hún talar um hörðustu "aðför að mannorði sínu sem hún hefði orðið fyrir." Það sem ég sá af gagnrýni á hana í kosningabaráttunni voru fyrst og fremst ásakanir um dómgreindarleysi, sem hæpið er að túlka sem aðför að mannorði.

Þá ættu nú margir um sárt að binda, enda þurftu margir frambjóðendur að sitja undir ásökunum um mútuþægni og spillingu, sem hefur nú yfirleitt verið talið harðari aðför að mannorði en ásakanir um dómgreindarleysi eða karlfyrirlitningu (karlhatur).

Þá skýlir Sóley sig bak við femíníska stefnu Vinstri grænna, og segist aðeins hafa verið að framfylgja henni. Ég efast nú um að þorri flokksmanna vilji skrifa undir það að femínismi flokksins feli í sér hræðslu eða jafnvel hatur í garð karlkynsins - en það þóttust margir geta lesið úr orðum hennar um son sinn, sem var jú fremsta ástæða hinnar neikvæðu umræðu í hennar garð.

Ef fólk þolir ekki hörku þá sem ríkir í hinum pólitíska heimi þá á það ekki að gefa kost á sér í pólitískt starf. Pólitíkin er ekki verndaður starfsvettvangur, öðru nær. Mér sýnist sem að helsti stuðningsmannahópur Sóleyjar, hennar nærumhverfi, lifi í einhverju slíku vernduðu hugmyndafræðilegu umhverfi þar sem engin gagnrýni er leyfð og þar með engin tengsl við hin raunverulega heim sem fólk flest lifir í.

Vonandi hlífir Sóley okkur við fleiri uppákomum sem þessari. Það eykur bara tilfinningu fólks fyrir því að hana skortir dómgreind og sé í litlum tengslum við almenning í landinu.


mbl.is Kannar réttarstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

svona talar Sóley um karla

http://soleytomasdottir.is/?p=129&cpage=1#comment-1087

Það sem ekki má alhæfa á litað fólk er í lagi að alhæfa á karla.

Gísli Gíslason, 7.6.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 458205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband