13.6.2010 | 14:57
Þreytandi þulur
Afskaplega er hann þreytandi og leiðinlegur þessi besserwisser Hjörtur Hafliðason. Og ekki er íþróttamennskunni fyrir að fara hjá manninum. Framkoma hans minnir á skrílinn sem hrópar á leikjum hér heima ef einhver meiðir sig: "Útaf með líkið"!
Þá virðist hann eitthvað hafa á móti því að sóknarmenn vinni varnarvinnu einnig, en það jú eitt einkenni nútímafótbolta.
Vonandi verður þessum manni hægt og hægt ýtt út en reyndar eru hinir "spekingarnir" ekki miklu betri. Alltaf sammála um allt sama hvaða vitleysa kemur út úr þeim. Fullyrðingaglaðir plebbar rétt eins og stjórnandinn!
Ég fer að setja á þögn til að sleppa að heyra þessi komment - og hætta alveg að hlusta á HM-stofuna. Þar endurtaka menn sig bara í gríð og erg ... fullir af ranghugmyndum um eigið ágæti.
Gana fyrsta Afríkuþjóðin til að fagna sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt væntanlega við Hjörvar, hann veit allt!
Halldór (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:48
Já, Hjörvar auðvitað! Hjörtur er allt í lagi.
Hjörvar veit svo sannarlega allt, en mest um ekki neitt. Það var svo sem í lagi að heyra þessa tölfræði einu sinni eða tvisvar en ekki aftur og aftur og aftur og aftur.
Gott þegar Andri skaut á hann fyrir að veðja stórt á Serba! Vonandi sljákkar eitthvað í manninum í framhaldinu.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.