Að drepa málinu á dreif

Ekki skil ég í Lögmannafélaginu að skipa Brynjar Níelsson formann félagsins í ljós þess sem hann hefur staðið fyrir í störfum sínum.

Nú sýnir hann enn og aftur virðingarleysi fyrir eðlilegum leikreglum hvað tengsl stjórnmála og dómsvaldsins varðar - og vill greinilega að geðþóttinn ráði þar og helst pólitískar ráðningar (þ.e.a.s ef Flokkurinn hefur dómsmálin á sinni könnu).

Rétt er að minna á ábendingu Evrópusambandsins um þau atriði sem Ísland þyrfti að laga til að geta gengið í sambandið, þ.e. starfað í samfélagi siðaðra þjóða.

Það er að "efla beri sjálfstæði íslenskra dómstóla". Þetta sýnir að Evrópumenn hafa áhyggjur af spillingu innan íslenska stjórnkerfisins og "frændhygli", eða pólitískum ráðningum öðru nafni.

Þessar áhyggjur Evrópusambandsins koma einnig fram í umsögn þeirra um að "styrkja þurfi reglur til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra milli hins opinbera og viðskiptalífsins" en þetta hefur verið helsta gagnrýni á íslenskt stjórnkerfi hér á landi eftir Hrun - og helsta gagnrýni á styrkveitingar til íslenskra stjórnmálamanna.

En hvernig getur Brynjar Níelsson séð þetta, einhver helsti lögmaður meintra hvítflibbaglæpamanna?


mbl.is Brynjar Nielsson: Ekki rétt að skipun dómara valdi oft titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Svona til að halda því til haga þá segir einnig í áliti framkvæmdastjórnar ESB að "raunverulegt sjálfstæði dómstóla, einkum ferli við skipun dómara, er ... ákveðið áhyggjuefni".

Þá er tekið er fram "að í kjölfar hrunsins hafi vaknað spurningar um hagsmunaárekstra, svo sem náin tengsl milli stjórnmála og viðskipta ... Framkvæmdastjórnin telur að styrkja þurfi ferla sem draga úr hættu á hagsmunaárekstrum."

 Er lögmannafélagið, og formaður þess, kannski ekki sammála þessu?

Torfi Kristján Stefánsson, 11.6.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband