Fáránlegt að sýna ekki leikinn beint!

Já, það er furðulegt að íslenska ríkissjónvarpið sýni ekki þennan leik beint, sem hlýtur að teljast einn af aðalleikjum undankeppninnar með Hollendinga sem eitt af sigurstranglegri liðunum. Þá eru Danir engir aukvisar, unnu sinn riðil frekar auðveldlega með stórlið eins og Portúgal, Svía og Ungverja með sér.

Auk þess eru Danir einir Norðurlandaþjóða með í HM. Ætti því gamla nýlendan og frænka Dana að sjá sóma sinn til að sýna þenna leik beint en sleppa í staðinn leik Japana og Kamerún!!!

Annars eru Danir til alls líklegir. Þeir hafa leikið þrisvar áður í HM og unnið alla byrjunarleiki sína! Að vísu hafa Hollendingar gert það sama svo líklega fer þessi leikur jafntefli - og bæði liðin áfram úr riðlinum.


mbl.is Danir lágu fyrir Hollendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú, eins og margir aðrir moggabloggarar, ættir að kynna mér málin áður en þú ferð að blaðra og skammast eins og þröngsýnt gamalmenni.

Stöð 2 keypti sýningarréttinn af þessum leik og er það ástæðan er fyrir því að RÚV sýnir ekki leikinn beint en endursýnir hann í kvöld.

Þórarinn (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 11:47

2 identicon

Er að horfa á leikinn í fínum gæðum á þessari vefsíðu:

    http://www.eurovisionsports.tv/fifaworldcup/

Mynd og "umhverfishljóð" (heyrist bara í þessum leiðindalúðrum) en engin lýsing.  Njótið!

Kv. Bjarni

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 11:51

3 identicon

Er það einhver þröngsýni að vera þeirrar skoðunar að RÚV eigi sjálft að sýna alla leiki frá þessum stórviðburði en ekki láta einhverja lokaða einkastöð um það? Hljómar alla vega eins og fullkomlega réttmæt gagnrýni í mínum eyrum.

Dóri (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Gott hvað þú ert víðsýnn og ungur (í anda)! Mér skilst nú að það hafi verið samkomulag milli RUV og Stöð 2 að þeir skiptu pakkanum á milli sín þannig að Stöð tvö sýndi frá fyrsta leik hvers dags og RUV frá tveimur seinni leikjunum.

Amk er reyndin þannig. RUV sýnir ekki frá fyrsta leiknum, alveg sama hvaða leikur það er.

Það finnst mér fáránlegt ekki síst í ljósi þess að RUV hefur svo sem vel efni á að kaupa allan pakkann, græddi stórt á síðasta ári.

Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2010 kl. 12:07

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk Bjarni. Þú ert perla...

hilmar jónsson, 14.6.2010 kl. 12:18

6 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Torfi RÚV keypti ekki sýningaréttinn heldur fékk hann á silfufati og seldi hluta til stöð 2.

 Eru orðnar evrópskar reglur að úrslit EM og HM eigi að vera sýnt ókeypis, með einhverjum undartekningum.

kv. Svavar Örn

Svavar Örn Guðmundsson, 14.6.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

þetta átti bara að vera svar við þínu síðasta kommenti Torfi, með að þeir hafi efni á að kaupa allan pakkann, annars er ég algerlega sammála því sem þú ert að segja :D

Svavar Örn Guðmundsson, 14.6.2010 kl. 12:46

8 identicon

Það er alltaf jafn fyndið þegar menn tala eins og það séu mannréttindi að fá að horfa ókeypis á rándýra boltaleiki.

Ég sé ekkert að því að einkastöð kaupi sýningarréttinn. Þeir sem eru svona hardcore aðdáendur geta bara keypt sér áskrift eða heimsótt einhvern sem hefur aðgang að stöðinni.

Geiri (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband