14.6.2010 | 21:12
Loksins hjálparhönd!
Það er kominn tími til að við fáum aðstoð gegn þeim þvingunum sem Vesturlönd eru að beita okkur í gegnum Alþjóðagaldeyrissjóðinn. Það er búið að ræna okkur nær öllum eigum okkar - og flytja í skattaskjól kapitalismans, og nú á að ganga að okkur endanlega dauðum með hálfsmánaðardvöl fulltrúa AGS hér á landi.
Talið er að með komu þeirra hér séu þeir að heimta enn meiri niðurskurð og einkavæðingu á heilbrigðiskerfinu, auk kröfu um að auðlindirnar verði einkavæddar.
Kínverjar koma því eins og kallaðir í þessari erfiðu stöðu. Nú er um að gera fyrir stjórnvöld að standa vaktina og vörð um þjóðarhagsmuni - og hafna allri íhlutun í okkar innanlandsmál.
Í stað afarkosta útvarðar nýfrjálshyggjunnar, AGS, býðst okkur aðstoð frá þjóð sem byggir á samkennd, sósíalisma og ábyrgum markaðsbúskap.
Lifi sameignarhugsjónin!
Niður með frjálshyggjuna! Hún er búin að sanna vanhæfni sína með hruninu - og því engin ástæða til að hjakka lengur í því farinu.
Kína hjálpaði Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 458205
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, vertu ekki að skafa af því, hendum okkur í faðm þjóðar sem hafnar "nýfrjálshyggjunni" og segir líklega "niður með frjálshyggjuna" og því tökum við fagnandi á móti "samkennd, sósíalisma og ábyrgum markaðsbúskap (óútskýrt nýyrði, átti Dagur B. þetta ?)" Flott athugasemd hjá þér um stærsta fangelsi heimsins sem stefnir eingöngu að hagsmunum sínum í samskiptum við okkur. Nota tækifærið þegar við erum svolítið yfirgefin af öðrum vinum. Áttu ekki vitrænni athugasemd ?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.