16.6.2010 | 08:10
Ögmundur og Kína
Merkilegt hvað Ögmundi Jónassyni er mikið í mun að sýna pólitískan rétttrúnað hvað Kína varðar. Næstum alltaf þegar Kína ber á góma, eða tal um aukin samskipti við það ríki, þá fer Ögmundur að tala um mannréttindamál. Annars þegir hann yfirleitt.
Ég man t.d. ekki til þess að hann láti svona þegar um er að ræða samskipti við Bandaríkin eða önnur Vesturlönd. Hann hefur ekki krafist þess að íslensk stjórnvöld sendi skýr skilaboð til Kanans þegar þau hafa reynt að betla af honum pening, nú síðast þegar þeir voru beðnir um að aðstoða Seðlabankann en neituðu.
Mannréttinda- og þjóðréttarbrot Bandaríkjamanna eru þó miklu meiri en í Kína, fangelsin enn stærri og aftökurnar fleiri. Þá hefur Bandaríkin ráðist inn í tvö lönd á undanförnum 10 árum, valdið þar ómældum hörmungum og drepið fjölda óbreyttra borgara. Þeir stunda pyntingar á "stríð"föngum sínum, brjóta öll alþjóðleg lög og fara sínu fram án tillits til eins eða neins.
Af hverju þetta ósamræmi hjá Ögmundi? Kína er jú sósíalistískt ríki, eitt fárra sem eftir er, og Ögmundur telst jú til vinstri armsins innan VG, þeirra sem hafa verið orðaðir við vinstri róttækni, jafnvel sósíalisma.
En kannski er Ögmundur ekki eins róttækur og hann vill vera láta, sonur sjálfstæðismannsins og gamla fræðslustjórans í Reykjavík, Jónasar Jónssonar, í nær 50 ára samfelldri stjórnartíð íhaldsins?
Ríkisstjórnin á að senda Kínverjum skýr skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að skýringin sé einföld. Ögmundur Jónasson er heiðarlegur og öfgalaus maður sem hefur unnið í stjórnmálaflokki.
Að vera heiðarlegur, öfgalaus og óskemmdur eftir langan stjórnmálferil er aftur á móti næstum óþekkt á Íslandi.
Þess vegna setur þessi tillaga hans margan manninn í vanda og sumir geta ringlast um stundarsakir.
Ég held að flestir jafni sig nú að lokum.
Árni Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.