Danir að falla úr keppni!

Tvö mörk úr föstum leikatriðum. Sorglegt fyrir okkur Norðurlandabúa.

Seinni hálfleikinn má sjá hér: http://www.eurovisionsports.tv/

 


mbl.is Japan í 16-liða úrslit - Danir fara heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Vissi ekki að Japanir væru svona góðir.Hvílík aukaspyrna hjá Honda(hélt að Honda væru góðir bílar eða hjól en ekki fótboltasnillingar.)

Hörður Halldórsson, 24.6.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, flottur leikur hjá Japönum en þeir eru skrítnir Danirnir. Hinn íslensk-ættaði Tómasson arfaslakur og Christian Poulsen greinilega geðveikur. Framferði hans í leiknum hefði átt að leiða til beinnar brottvikningar sem ekki var raunin.

Menn mun eflaust eftir því hvernig hann hagaði sér í leik gegn Svíum í undankeppni EM síðast, þegar hann var rekinn út af fyrir árás á einn Svíann - og danskur áhorfandi hljóp inn á leikvanginn í kjölfarið og veittist að dómaranum (leiknum aflýst og Dönum var dæmt tap 3-0 í leik sem þá stóð 3-3!). Poulsen hefur greinilega ekkert lært en hefur fulla þörf fyrir sálfræðihjálp.

Annars er þetta mót greinilega ekki mót Evrópuþjóðanna. Spurningin er hvort Vesturlönd séu ekki orðin það úrkynjuð vegna eigingirni, leti og sjálfselsku íbúanna að Asía og Suður Ameríka séu að taka yfir og þá ekki bara á fótboltasviðinu.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.6.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sex af sextán liðum sem komast upp úr riðlakeppninni eru frá Vesturlöndum. Er ekki full djúpt í árina tekið að segja að það endurspegli einhverja úrkynjun þeirra? Hvað er þá hægt að segja um Afríkulöndin, sem eru hálfpartinn á heimavelli? Aðeins Ghana komst áfram.

Suður-Amerísku liðin eru að gera góða hluti, sem er ánægjulegt því þau eru flest léttleikandi og með lipra leikmenn. Leikmenn Argentínu og Brasilíu, sem eru sterkustu liðin í þeim hópi, spila flestir í Evrópu og hafa gert það um árabil. Hinar þjóðirnar eru með marga leikmenn í evrópskum liðum. Ekki hafa þeir látið úrkynjunina spilla sér.

Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 20:45

4 Smámynd: Durtur

Evrópsku liðin eru bara flest að spila svo skelfilega leiðinlegan bolta... maður spyr sig hvort þetta sé afleiðing meistaradeildarinnar: að þeir séu allir orðnir svona vanir því að spila til að tapa ekki frekar en að spila til að vinna. Og kannski skemmta áhorfendum aðeins í leiðinni.

Durtur, 24.6.2010 kl. 20:51

5 identicon

ég held að slakir BAUNARNIR geti bara verið glaðir að losna úr þessum leiðindum sem þetta  lélega mót er -

Bauniígras (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband