Heyr, heyr!

Nú er loksins komið í ljós að Samfylkingin stendur ein flokka fyrir því að halda aðildarviðræðum við ESB til streitu.

Vinstri grænir hafa þurft að beygja sig undir það til þess að halda vinstri stjórninni saman, í ótta við að ný hrunstjórn verði mynduð en nú er sá ótti úr sögunni.

Nú er það Samfylkingin sem þarf að óttast það ein flokka að sitja utan stjórnar vegna afstöðu sinnar til ESB.

Þennan ótta mátti sjá hjá Össuri Skarphéðinssyni á fundi Efta, þegar hann hellti úr skálum reiði sinnar yfir forseta ETA, eftirlitsstofnunar Efta-ríkjanna, vegna ummæla þess síðarnefnda um að Ísland yrði að borga ICESAVE reikninginn. Þar fullyrti Össur blákalt að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi ætluðu að standa við skuldbindingar landsins vegna ICESAVE sem er einfaldlega ekki rétt.

Skjálftinn í Össuri er til kominn vegna þess að  lausn ICESAVE málsins og inngangan í ESB er nátengd - og hann neitar enn að viðurkenna þá augljósu staðreynd.

Samingsstaða Íslands vegna Icesaves málsins er því algjörlega óviðunandi á meðan landið er samtímis að reyna að komast inn í ESB.

Ef eitthvað mál sprengir ríkisstjórnina öðru frekur þá er það þetta. VG hlýtur að krefjast þess nú að hætt verði við aðildarumsóknina og standa þannig við kosningarloforð sín fyrir síðustu alþingiskosningar.

Og það er ekkert að óttast. Ráðherrastólarnir verða eftir sem áður í boði. Nú með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.


mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 268
  • Frá upphafi: 459189

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband