Aðalleikur riðlakeppninnar!

Leikur Spánar og Chile verður án vafa aðalleikur riðlakeppninnar. Þetta leit í upphafi móts út fyrir að vera leikur þar sem bæði þessi spænskumælandi lið myndu spila upp á jafntefli en eftir tap Spánar gegn Sviss er staðan allt önnur. Nú verða Spánverjar að vinna til að vera öruggir um að komast áfram - og eru það jafnvel ekki þrátt fyrir sigur!!

Því má búast við sóknarbolta frá fyrstu mínútu frá Spánverjum, eitthvað annað en það sem við sáum í leik Brasilíu og Portúgal þar sem liðunum nægði jafntefli til að fara áfram.

Í hinum leik riðilsins verða Svisslendingar helst að vinna Hondúras til þess að sigurinn yfir Spáni hafi eitthvað að segja.

Sjá þann leik á http://www.eurovisionsports.tv/

 


mbl.is Spánn og Chile fóru bæði áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að sjá leik Chile. Þeir þurfa aðeins jafntefli en hafa sótt sem óðir menn gegn Spáni.

Hér kemur vel í ljós mismunurinn hjá Evrópuliðinum og hinum blóðheitu Suður-Ameríkönum. Chile var miklu betri í byrjun og sóttu án afláts. Þeir áttu t.d. dauðafæri á 10. mínútu.

Svo fór "greddan" að skila spjöldum. Þrjú gul spjöld á 20 mínútum og heppni að fá mann ekki út af fyrr en á 38. mínútu (sá var fullkomlega galin og hefði átt að rjúka út áður eða þjálfarinn að taka hann útaf).

Svo voru Chilemenn heppnir að missa ekki annan mann út af rétt fyrir hálfleik.

Chile er skemmtilegasta lið keppninnar, það er enginn vafi, en þeir spila glórulausan bolta!! Þrír menn í leikbanni ef þeir komast áfram, sem maður vonar bara mótsins vegna

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta var sennilega næst sterkasti riðill keppninnar, á eftir G-riðli með Brössum og Portúgölum. Ég skil ekki hvernig getur valist svona í riðlana. Þessir tveir riðlar mætast innbyrðis í 16 liða úrslitum. Aðrir riðlar eru lakari samkvæmt styrkleikaröðuninni.

Brasilía, Spánn og Portúgal eru í þremur efstu sætum á styrkleikalista FIFA og Chile í 18. sæti, en þeir virðast vera mjög sterkir núna. Sem þýðir að eitt að þremur bestu liðunum (allavega að mati FIFA) kemst ekki í átta liða úrslit.

Theódór Norðkvist, 25.6.2010 kl. 20:28

3 identicon

Réttlát úrslit en leiðinlegt fyrir Chile. Nú bíður hundleiðinlegur leikur flott liðs við Brasilíu, sem líklega tapast með þrjá menn í banni.

Hins vegar er braut Spánar breið eftir þennan sigur. Leikur gegn Portúgal sem ætti að vinnast frekar létt.

Eftir smánarlegt tap gegn Sviss hefur leiðin oppnast fyrir Spán, sem hjóta að vera líklegir eftir þetta til að vinna titilinn. Amk er David Villa besti leikmaður mótsins hingað til.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 456861

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband