27.6.2010 | 18:00
Annar hörkuleikur í dag
Leikur Argentínu og Mexíkó er annar hörkuleiku í dag, eftir góða frammistöðu Mexíkó í riðlakeppninni. Maradonna tekur Veron út af, en hann spilaði fyrsta og síðasta leik, og setur Maxi Rodriguez inn á í staðinn.
Þá er aðalliðið há Argentínu inn á núna sem ekki var í síðasta leik riðlakeppninnar. Hvíld leikmanna eins og Gonzalo Higuain og Carlos Tevez hlýtur að skipta máli í hröðum og erfiðum leik sem þessum, meðan mexíkósku leikmennirnir hafa ekki fengið neina hvíld.
Hvað dómaramálin í leik Þýskalands og Englands varðar þá er ljóst að umræðan um myndavélar við endamörkin munu fá aukinn kraft á næstunni.
Þá er spurning hvernig stóð á því að dómararnir sáu ekki mark Englendinga meðan allir aðrir á vellinum sáu það, sama hvar þeir sátu. Rannsóknir hafa sýnt að menn dæma frekar mörk af útiliði en heimaliði, oftast vegna hávaða frá áhorfendum, en varla átti það við hér.
Hvaða huglægir þættir réðu þá ferðinni hjá hinum úrúgvæísku dómurum? Að losna við Englendinga úr keppninni, svo leiðin verði léttari í fjögurra liða úrslitin fyrir sigurvegarann í þessum leik?
Sigurvegarinn fær nefnilega Þýskaland í átta liða úrslitum, lið sem hefur treyst á skyndisóknir í leikjum sínum til þessa en sýnt veikleika þegar þeir mæta skipulögðu varnarliði, eins og suður-amerísku liðin eru (nema Chile!).
Argentína áfram og mætir Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aftur og nýbúnir!! Enn ein ótrúleg dómaramistök, annan leikinn í röð. Nú var greinilegt rangstöðumark dæmt löglegt og 1-0 fyrir Argentínu. Við það opnaðist leikurinn og Mexíkóar fengu á sig annað mark.
Maður spyr sig hvað er að gerast í þessum dómaramálum, því aftur voru dómaramistökin augljós.
Gaman að sjá hvernig Fifa bregst við, lætur sem ekkert sé, leyfir dómurunum að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni eða láti þá fara heim með skömm og endurskoði allar reglur hvað dómgæsluna varðar?
Þetta er allavegana algjörlega óviðunandi og á ekkert skylt við fótbolta.
Torfi Kristján Stefánsson, 27.6.2010 kl. 19:23
Meira um dómgæsluna. Það er einfaldlega ekki hægt að búa við svona mistök nú á tækniöld.
Menn hafa lengi beðið um myndavélar við mörkin (og rangstaðan Tevezar sást greinilega á stórum skjá á leikvellinum en samt var dæmt mark!).
Fifa hefur alltaf neitað þessu, nú síðast í vetur var því hafnað á stjórnarfundi sambandsins með 6 atkvæðum gegn 2.
Og aðalritari Fifa neitaði þessu svo staðfastlega strax eftir leik Þjóðverja og Englendinga. Myndavélar kæmu ekki til greina en þó er ætlunin að taka það til athugunar að hafa tvo dómara í viðbót - og þá staðsetta við endamörkin.
Það er auðvitað skárra en óbreytt ástand en samt er ótrúlegt að upplifa það hvað mannlegt auga er blint.
Meðan hinn mannlegi þáttur er látinn spila svona mikla rullu verða alltaf upp getsakir um spillingu og svindl innan alþjóða knattspyrnusambandins, raddir sem allaf hafa verið háværar um þessi samtök - og minnka ekki við þessar uppákomur.
Torfi Kristján Stefánsson, 27.6.2010 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.