U-beygja hjá Blatter eða bara sjónarspil?

Ef þetta er rétt sem haft er eftir Blatter þá þýða þessu ummæli gjörbreytta afstöðu til að nota vídeótæknina við að dæma fótboltaleiki. Síðast í gær var nefnilega haft eftir aðalritara FIFA að slíkt komi alls ekki til greina!

Líklegt má þó telja að hér sé um pólitíska brellu hjá Blatter til þess að lægja öldurnar. Athygli vekur t.d. að hann er alls ekki tilbúinn til að breyta um stefnu í þeim leikjum sem eftir eru - sem sýndi sig reyndar þegar í leikjunum í gær en þá var bannað að endursýna hugsanlega umdeild atriði á skjám á leikvöllunum. Dómarar mega eftir sem áður ekki nota stórskjáina á vellinum til að hjálpa sér við að dæma um vafaatriði.

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig fundurinn hjá FIFA í næsta mánuði fer - en þá er reyndar HM búið og of seint til að koma í veg fyrir frekari dómaraskandala á mótinu.


mbl.is Blatter biður England og Mexíkó afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 455401

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband