3.7.2010 | 13:21
Markverðirnir búa sig undir nýtt vítaspyrnudrama!
Markverðir liðs Argentínu og Þýskalands búa sig nú undir nýja vítaspyrnukeppni í líkindum við þá fyrir fjórum árum - og þá einnig í átta liða úrslitum.
Þá var talað um að markmaður Þjóðverja, Jens Lehmann, hafi geymt miða í öðrum sokk sínum þar sem stóð hvernihann ætti að verja víti frá Roberto Ayala og Esteban Cambiasso. Nú segir þjálfari Þjóðverja að þurfi stærri katalog til!
Nú eru bæði lið með nýja markmenn og tiltölulega óreynda. Manuel Neuer er 24 ára og Sergio Romero 23. Ætla má að Þjóðverjar tapi frekar á því en Argentína.
Þjálfari Þjóðverja, Loachim Löw, segir Bastian Schweinsteiger vera mikilvægasta leikmann liðs síns en Diego Maradona hefur sagt að lið Argentínu samanstandi af Javier Mascherano og tíu öðrum leikmönnum.
Líklega er Maradona með þessu að taka pressuna af Messi, sem hefur verið undir miklu álagi hingað til. Þó má allt eins lesa út úr þessu með hinn varnarsinnaði leikmann Liverpool, sem áhangendur liðsins hafa lengi viljað að væri seldur, að Argentína ætli að liggja í vörn og reyna fyrst og fremst að eyðileggja hið léttleikandi spil Þjóðverjanna sem fer fram í gegnum þá Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil.
Vonandi er það síðarnefnda ekki rétt, enda var Maradona sjálfur þekktur fyrir leifrandi sóknarbolta.
Þjóðverjar stórkostlegir og burstuðu Argentínumenn, 4:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frekar bragðdaufur leikur hingað til - og Messi á greinilega í vandræðum með sjálfstraustið. Skrítið hvað lítið kemur út úr þessum leikmanni ársins.
Torfi Kristján Stefánsson, 3.7.2010 kl. 14:49
Réttlát úrslit. Argentínumenn einfaldlega lélegir. Nú sýndu þeir af hverju þeir lentu bara í 4. sæti í undankeppninni í Suður-Ameríku.
Þjóðverjar eru hins vegar mjög stabílír og spurning hvort að Özil verði ekki maður mótsins. Allavegana verður Messi það ekki, þvílík stjörnufall hjá einum leikmanni.
Spánverjar verða líklega næstu mótherjar Þjóðverja eftir leik kvöldsins. Af öllu að dæma eru þar tvö bestu liðin sem mætast í undanúrslitum.
Torfi Kristján Stefánsson, 3.7.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.