Fleiri með flensu!?

Mér skilst að þjálfarinn Löw sé einnig með flensu og óvíst hvort hann stjórni liðinu í kvöld. Hann var að fá endurnýjaðan samning sinn til tveggja ára - og hætta menn þá líklega að gera grín að honum fyrir hégómleika, klæðaburð - og fyrir að bora í nefið!

Annars er ekkert víst að fjarvera Podolski veiki þýska liðið. Hann hefur verið mjög mistækur hingað til á HM - og sást ekkert í tapleiknum gegn Spánverjum.

Svo er auðvitað spurning hversu mótíveraðir Þjóðverjarnir verða. Þeir misstu jú af heimsmeistaratitlinum og þykja eflaust bronsið vera lítil sárabót. Amk sagði fyrirliðinn Lahm ekki sjá neina ástæðu fyrir þjóð sína að taka eitthvað sérstaklega á móti þeim ef þeir kæmu heim með bronsið.


mbl.is Podolski liggur í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég segi að Úrúgvæ vinni leikinn:)

Halldór Jóhannsson, 10.7.2010 kl. 16:30

2 identicon

Þeri eru amk að minnsta kosti að fá tvo af bestu mönnum sínum inn aftur í liðið, meðan Þjóðverjar eru að í vandamálum vegna meiðsla (Klose og Lahm). Þeir munu þó líklega spila allir, enda mikið í húfi fyrir Klose (að jafna eða slá markametið).

Annars hafa þessir leikir um bronsið (vonbrigðaverðlaunin) yfirleitt verið stórskemmtilegir. Yfirleitt hefur verið skoruð fjölda marka þar enda leikmenn farnir að slaka aðeins á og þjálfararnir að gefa þeim lausari taum. 

Sagan talar með Þjóðverjum. Þeir hafa leikið þrisvar um bronsið og unnið tvisvar en Úruguay tvisvar og tapað báðum.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband