Farðu bara í Fjölbraut í Garðabæ

Ég skil ekki vandamálið. Er eitthvað að því að fara með skólasystkinunum í skólann í heimabyggð. Fjölbrautaskólann í Garðabæ? Eru þau kannski ekki nógu fín fyrir drenginn eða foreldrana?

Þá er bara að flytja í Vesturbæinn þar sem snobbið býr - og allir Sjálfstæðismennirnir ... og þá er framabrautin á hreinu það sem eftir er.

Menntunin sem slík skiptir nefnilega engu máli heldur aðeins einkunnin - og möguleiki á þægilegri og velborgaðri vinnu eftir nám, helst vinnu þar sem hægt er að stela sem mestu undan.


mbl.is Valdi of „sterka“ skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

WHAT!!! hvað kemur Sjálfstæðisflokkurinn þessu við, held það hafi ekkert verið minnst á hann í þessar frétt?

Biggi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:14

2 identicon

Ef þú ert að véfengja muninn á skólum með bekkjarkerfi og fjölbrautarskólum þá ertu á villigötum. Nú, svo er víst þó nokkur munur á kennslu í þessum framhaldsskólum, til að mynda er raunvísindakennsla í MR mun öflugri en í FG, þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið haldi því sífellt fram að allir þessir skólar séu jafnir. FG býður auk þess upp á ýmsar brautir, svo sem listnámsbraut, sem MR gerir ekki.

Annars er vandamálið væntanlega að fólk sem býr í vesturbænum kemst inn með lægri einkannir, auk þess að það er ekkert samræmi á milli grunnskóla og sumir eru örlátari á einkannir en aðrir. Það sést langar leiðir að þetta er ekki sanngjarnasta skólakerfi sem þekkist.

ernir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn með spillingarkellinguna Þorgerði Katrínu í broddi fylkingar sem fór með þetta út í allsherjarfrjálshyggjuvitleysu í framhaldsskólakerfinu?

Það er auðvitað fáránlega að meðan að grunnskólinn er skóli fyrir alla, þ.e. meðan að einkunnir ráða engu við val í bekki, en svo þegar komið er upp í framhaldsskóla þá sé valið í heilu skólana eftir einkunnum.

Svo auðvitað sé ekki minnst á kostnaðinn og orkueyðsluna við það að ungmennin séu að þvælast heilu hverfanna á milli með einkabílum, eða í strætó yfir klukkutíma ferð, í stað þess að rölta yfir í hverfisskólann.

Það á auðvitað að leggja þetta kerfi auðhyggjunnar alveg niður og taka alfarið upp hverfisskólana að nýju - og bjóða ekki upp á neinn valkost.

Þá hættir þetta röfl vonandi.

Torfi Kristján Stefánsson, 16.7.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi pistill er þér ekki til sóma Torfi Kristján. Að dæma piltinn og foreldra með þessum hætti og draga stjórnmálaflokk inn í umræðuna. . Það er alls ekkert að því að vilja fara í þann skóla sem drenginn dreymir um.

Væri ekki ráð að draga andann djúpt og fara með æðruleysisbænina.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.7.2010 kl. 18:30

5 identicon

Þetta kerfi er ekki að virka. Það er rétt hjá þér að ofuráhersla er lögð á próf og einkunnir og það bitnar jafnvel á náminu sjálfu. Framhaldsskólarnir eru líka eins mismunandi og þeir eru margir og það er fáránlegt að meina góðum nemendum skólagöngu í ákveðnum skólum bara vegna þess hvar þeir búa. Auk þess verður meira fall í ,,sterkari" skólum eins og MR og Verzló þar sem sterkustu nemendurnir voru ekki valdir og þar af leiðandi fellur kerfið um sjálft sig.

Tómas Zoëga (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:35

6 identicon

Á meðan það er munur, jafnvel reginmunur, á þessum framhaldsskólum þá væri það bara fásinna að setja upp hverfiskiptingu aftur. Hún var afnumin fyrir góðum ástæðum, endilega hættu þessari vitleysu.

ernir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:38

7 identicon

Þessi pistill er höfundi hans ekki til framdráttar.

Það er alkunna að framhaldsskólarnir hafa mismunandi áherslur. MR leggur t.d. meiri áherslu á stærðfræði en flestir skólar (strákurinn í myndbandinu hafði áhuga á stærðfræði og vildi því í MR) en FG er t.d. sterkur á sviði listnáms. Að skikka strákinn í FG, þvert á vilja hans, þrátt fyrir að slakari nemendur úr Vesturbænum komist inn í MR er einfaldlega ósanngjarnt. Þarna er gróflega brotið á jafnrétti nemenda og það eru engin málefnaleg sjónarmið sem búa þar að baki. Þessi vitleysa skrifast algjörlega á reikning Katrínar Jakobsdóttur, sem kom hverfakerfinu á laggirnar.

Loks væri óskandi að Katrín Jakobsdóttir fyndi sér starfsvettvang þar sem hún getur ekki lagt drauma ungs fólks í rúst með illa ígrundaðri vitleysu.

Lesandi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:39

8 identicon

Sæll Torfi.

Ertu virkilega ekki að grínast með biturleika þegar þú skrifar þetta blogg? Sjálfur bý ég í Garðabænum og skil vel krakka sem vilja ekki fara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Ástæðan fyrir því er sú örugglega 50 prósent af krökkunum eru að fara í þann skóla og ekki vilja allir tilheyra þeim hóp sem haldist hefur frá 1. bekk heldur kjósa frekar að kynnast nýjum krökkum og byrja uppá nýtt í nýjum skóla. Hvað í ósköpunum ertu síðan að blanda stjórnmálum í þetta!?

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:44

9 identicon

Þessi pistill er hneyksli. Mér finnst að aldrei hefði átt að leggja samræmdu prófin niður. Eitthvað þarf að hafa til viðmiðunar ef fara á eftir einkunnum.

Tinna (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 19:07

10 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hvað er að FG? Ég hef heyrt að það er fínn skóli og bæjarfélaginu til sóma. Ef svo er ekki, þá ættu þeir sem hafa eitthvað við hann að athuga að reyna að bæta skólann.

Er menn vilja taka alfarið upp númerus klásus í framhaldsskólum þá er verið að taka upp kerfi sem er mjög umdeild í Háskólanum. Við höfum þetta kerfi í læknadeild og lögfræðideild en það hefur illa virkað, og alls ekki í síðarnefndu deildinni þar sem alls konar slubbertar komast í gegn til að mata krókinn á kostnað skjólstæðinga sinna.

Númerus klásus er fyrst og fremst sett upp til að lögfræðingar og læknar geti krafist stjarnfræðilegra launa og er þannig eitthvert besta dæmi um græðgissamfélag nútímans.

Hvernig væri að fara að stuðla að því að nemendur veldu sér skóla og fag til að gera samfélaginu sem mest gagn í stað þess að velja sér fag sem gefur mestu tekjumöguleika?

Er ekki hrunið búið að kenna okkur þá lexíu að græðgishyggjan er einfaldlega eitur og eyðilegging fyrir sérhvert samfélag?

Torfi Kristján Stefánsson, 16.7.2010 kl. 19:30

11 identicon

Það er enginn að gagnrýna FG sérstaklega, heldur er verið að benda á að það er augljóslega munur á milli framhaldsskóla á Íslandi.

Raunvísindakennsla er mun sterkari í MR heldur en í FG. Nemandi sem hefur áhuga á stærðfræði hefur því góða ástæðu til að sækja um í MR, burtséð frá því hvar hann er búsettur á landinu. Þetta gildir í þessu tiltekna tilviki, en málið er að allir þessir skólar eru mismunandi. Sumir bjóða upp á listnámsbrautir og íþróttabrautir, aðrir eru með sterkari viðskiptabrautir (Verzló), MK sérhæfir sig í starfsgreinum og einkenni Borgó eru bílamál (bara nokkur dæmi). Því væri það bara vitleysa að að skikka alla nemendur í sína hverfisskóla meðan þeir eru svona hrikalega mismunandi. Hverfisskiptingin væri aðeins sanngjörn ef það væri enginn munur á framhaldsskólunum.

Einnig má minnast aftur á að það er stór munur að eyða fjórum árum í framhaldsskóla með bekkjarkerfi eða fjölbrautarkerfi. Það er einmitt annar munur á FG og MR og nemendur hafa skiptar skoðanir um hvort kerfið hentar þeim betur. Því væri réttlátara að leyfa nemendum að velja skóla sem hefur kerfi sem þeim líkar við. Ellegar láta sama kerfi viðgangast í öllum skólum.

Að lokum er ég hjartanlega ósammála þessari tillögu þinni um að nemendur velji sér skóla og fag til að gera samfélaginu sem mest gagn. Þessi tillaga er í raun bara andstyggileg. Starfsmenn sem hafa valið sína starfsgrein einungis eftir því hvað hentaði samfélaginu best hefðu að sjálfsögðu engan áhuga á sinni grein og ef allir færu eftir þessari reglu þá myndu framfarir mannkynsins snar-minnka. Nemandi á að velja nám eftir því hverju hann hefur áhuga á. Ekkert kjaftæði

Svo ferðu nú bara út í einhverja þvælu í restinni af athugasemdinnni sem tengist málinu ekki mikið, án þess að ég vilji vera eitthvað dónalegur. En svona til að skjóta því inn þá er skemmtilegt að þú minnist á stjarnfræðilega há laun lækna, þú þarft nú bara að lesa blöðin til að skilja fyndnina í því.

ernir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:03

12 identicon

Ég vil þetta og hitt hljómar í sífellu í fjölmiðlum landsins þar sem þegnarnir tjá sig um það hvað það hugnist og hvað ekki.
Það er af sem áður var að það fólk þakkaði fyrir það að geta stundað framhaldsnám.
Nú er vælt og skælt ef þau fá ekki allt uppí hendurnar og geti valið um það að komast í þá skóla sem þau vilja.
Vissulega er einhver munur á MR og FG en ætti það að stofna framtíð piltsins í voða að stunda nám í FB þangað til hann hefur háskólanám. Og ef stærðfræðinámið er svona slakt í FB þá væri kannski bara viðeigandi að það yrði gerð gagnskör í því að laga það. Hefði haldið að það væri allavegana þjóðhaglega hagkvæmast að fólk stundaði framhaldsskóla í sínu hverfi ef kostur væri  þannig að tugþúsundir nema séu ekki á ferðinni milli borgarhverfa kvölds og morgna.

Vissulega er þetta kerfi ekki gallalaust og hentar kannski ekki öllum en hey!!
Hvenær varð lífið fullkomið.
Veit ekki til þess að maður geti bara valið um það eitt sem maður vill og sleppt hinu en það er kannski ágætt að ala æsku landsins upp við endalausu heimtufrekju og tilætlunarsemi gagnvart samfélaginu.

Tek heilshugar undir með sjónarmiðum Torfa í þessari bloggfærslu hans.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:44

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta snýst ekki um að MR sé frábært eða FG lélegt og vont. Framtíð piltsins er heldur ekki í voða Eggert hættu að tala svona barnalega. Hann var með góðar einkunnir og mun standa sig vel áfram. Þetta snýst um að hafa val eða ekki val. Þetta snýst um hvort stjórnvöld eða stóri bróðir eigi að ráða meira líf og limi þegnanna en góðu hófi gegnir.

Unglingar hér eftir sem hingað til vilja velja sjálfir í hvaða framhaldsskóla þeir stunda nám sitt í staðinn fyrir að vera bundnir ætthagafjötrum. Þetta er ungt og efnilegt fólk sem hefur fullan þroska til að velja sjálft. Ég býst við því að Eggert og Torfi (sem eru líklega ekki unglingar) hafi viljað hafa val um ýmislegt þegar þeir voru unglingar?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.7.2010 kl. 22:15

14 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Hverfaskiptingin var við lýði þegar ég var að sækja um menntaskóla (sem var árið 2000). Ég vildi t.d. komast í annað umhverfi og fara í bekkjarkerfi. Verzló varð fyrir valinu, en sem betur fer gat maður þá sótt um skólavist beint til Verzló (en það er ekki lengur hægt og skólinn var á þeim tíma sá eini á höfuðborgarsvæðinu sem studdist ekki við hverfaskiptinguna). Þetta kerfi var afnumið einu eða tveimur árum seinna og hélt ég að mikil ánægja hefði verið með það. Skil ekki af hverju er búið að setja þetta kerfi á aftur. Það er líka fjarstæða að segja að allir skólarnir séu eins, því þvert á móti hafa þeir skapað sér sérstöðu. Reyndar er gaman að sjá að MR er aftur orðinn vinsæll skóli, en þegar ég var að sækja um menntaskóla þá var aðsóknin í MR svo lítil að fólk komst þar inn með mjög lélegar einkunnir. En það er annað mál og tengist þessari frétt ekki.

Einhver nefndi Þorgerði Katrínu, en hún stóð fyrir því að afnema samræmduprófin og Katrín Jakobsdóttir kom hverfaskiptingunni á aftur.

Ásthildur Gunnarsdóttir, 16.7.2010 kl. 22:47

15 identicon

Þessi pistill er hreint til skammar. Fólk sem hefur enga hugmynd um hvað það er að segja á ekki að vera blanda sér í svona mál. Ég er í sama árgangi og þessi strákur og allt sem sagt var í þessari frétt er rétt. FG er ekki draumavalkostur allra, ekki minn að minnsta kosti. Mjög mörgum langar í bekkjakerfi og er góð ástæða fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn hvað? Guð minn góður...

Ég bið þig aðeins, kæri höfundur, um að hafa þig hægan um mál sem þú veist ekkert um. 

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:51

16 identicon

Vill byrja á því að mér finnst frekar slæmt að menn séu að skrifa að FG sé lélegri en MR, það er bara bull og vitleysa. Vandamálið er bara að það fara svo fáir á náttúrufræðibrautina í FG. Persónulega fór ég á hana, og hef ég var ég að hjálpa mínum jafnöldrum sem voru í MR við sitt nám í STÆ, EFN og EÐL, þannig það er alrangt að segja það FG sé slakari en MR. Þetta er bara persónu bundið eftir einstaklingum hvað þeir vilja leggja sig mikið fram. Og auðvitað er það augljóst að það eru fleiri betri nemendur sem koma úr MR heldur en FG, þar sem margir slefa bara í gegnum FG, en MR fólk er oftast lið sem hefur mikinn metnað fyrir náminu.

Varðandi þetta innritunarkerfi framhaldsskólana núna er auðvitað með galla í sér, þar sem samræmdu prófinu voru lögð niður mátti gefa sér það að það væri vandamál að velja milli nemenda, þar sem grunnskólar eru mis erfiðir. T.d. komu margir topp nemendur í FG í fyrra þar sem þau komust ekki inn í Versló, MR eða MH. Síðan er spurning hversu mörg prósent af liði í hverfinu eigi að taka inn í skóla persónulega finnst mér 45% alltof stór hluti. Myndi telja að eðlilegt væri að hafa svona 20-25%.

Síðan eiga bara allir skólar að vera jafn góðir, eini munurinn sem á að vera er fjölbrauta- eða bekkjarkerfi. Einnig þarf að fara að endurnýja námskrá framhaldsskólana í samræmi við kröfur háskóla.

Ég hvet bara Ríkharð að fara í FG, þar sem FG er frábær skóli.

Þekki FG vel (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:56

17 Smámynd: kallpungur

Mér sýnist nú málið einfaldlega snúast um það að fólk fái að ráða í hvaða skóla það fer, til að stunda sitt nám. Ég held að það ætti að ráðast af vali og einkunum, en ekki einhverju hverfakvótakerfi. það ætti enginn að ráða því nema þú sjálfur og einkunnir þínar hvar þú gengur í skóla.

kallpungur, 17.7.2010 kl. 00:45

18 identicon

Ef einhver er barnalegur þá ert það þú Guðmundur St Ragnarsson.
Eins og þú fúslega viðurkennir þá er þetta ekkert stórmál hvað framtíð hans varðar hvort hann stundi nám í FB eða MR.
Þekki FG vel í færslu númer 16 kemur líka málefnalega og skynsamlega inná málið.

Að halda því fram að þetta sé eitthvað stórmál um það hvort að guttinn hafi val á því hvort hann sæki MR eða FB er vægast sagt barnalegt og óþroskað af þinni hálfu Guðmundur. Honum er boðið upp á ljómandi góða menntun og það nánast ókeypis.

Vissulega má honum langa til þess að sækja nám í MR en því miður fyrir hann rétt eins og okkur öll hin þá fáum við ekki alltaf það sem okkur langar í. Því miður.
En að hlaupa til í fjölmiðla og kvarta og kveina ætti fólk að láta ógert nema um eitthvað virkilega stórt mál sé að ræða sé að ég sé ekki að sé í þessu tilfelli.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 09:56

19 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Það eru sjálfsögð mannréttindi að mínu mati að fá að velja skóla, með það fyrir augum að geta stundað nám þar, en ekki að láta hafna sér af félaga Napoleon. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvers vegna afburðarnemdndur velja frekar bekkjakerfi þar sem fjölbrautakerfið gefur þeim mun meira svigrúm í námsferlinu.  MR hefur haft á sér ákveðin stimpil stéttarskiptingar , það má vel vera að svo sé, en ég ætla ekki að dæma um það hér.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 17.7.2010 kl. 12:28

20 identicon

Þar sem ég kem utan að landi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík síðastliðna vor, þá langar mig að segja örlítið.

Ég sótti um MR vegna þess að ég vildi krefjandi nám. Ég vildi einnig breyta til og fara í nýtt umhverfi (úr sauðfjársveit að vestan). Ég hafði heyrt að MÍ væri ekkert krefjandi (ath. ég var 16 ára og reyna velja mér skóla) og einnig þekkti ég mjög marga á Ísafirði þannig þetta var ekkert spennandi. Þetta hverfiskipulag á menntaskólum er hryllingur í einu orði sagt. Sumir einstaklingar sitja uppi með það að vera með gömlum skólasystkinum. Sumt getur verið gott og blessað en hvað ef einelti eða önnur félagsleg vandamál voru á milli þessara nemanda? Á þá ríkið að skikka þeim að halda áfram í menntaskóla? Af hverju ekki gefa þeim val? Flestir þessara skóla eru jú ríkisreknir, eiga þá ekki allir að fá frjálst val í skólana? Er ekki ríkið þá að mismuna þegnum sínum gífulega mikið með þessarri forræðishyggju?

Mig langar ekki að skilgreina hvern og einn skóla fyrir sig en ef ég hefði t.d. vilja nám sem hefði gefið mér frábæran undirbúning í viðskiptanám þá hefði ég valið Versló en ég hafði einfaldlega ekki áhuga á því heldur valdi ég náttúrufræðina í MR. Hún var krefjandi, stundum of krefjandi og jafnvel ætlaði hún að ganga frá manni en hún var þess virði.

Síðast en ekki síst sem krakkar sækjast eftir í menntaskólalífinu en það er félagslífið því án þess er andi skólans dauður, skólinn óspennandi og einnig óvinsæll. Hvers vegna haldiði að Versló og MR séu kannski oftast valdir? Ég er ekki að segja að félagslíf annars staðar sé eitthvað verra eða betra en krakkar hafa oft heyrt um Busaballið og Fiðluballið í MR, Nemó og Dimitering í Versló (ekki fyllerí í asnalegum búningum), Eplaballið í Kvennó o.s.frv. og auðvitað má ekki gleyma ræðukeppnum og spurningakeppnum. KRAKKAR VILJA SVONA og af hverju ekki veita þeim það.

Örugglega eru allir skólar eru frábærir þegar allt kemur til alls en það er örugglega persónubundið hvernig þeir upplifa hann. Flestir sem ég tala við sem koma frá öðrum menntaskólum sögðust glaðir með sinn skóla, kannski því þetta var skólinn sem þeir gátu valið og komust inn sem fyrsta val.

P.s. Þetta með sjálfstæðismennina er bæði rétt og rangt. Í mínum menntaskóla blómstruðu pólítískar skoðanir á bæði hægri og vinstri, miklar umræður um frelsi einstaklingsins og forræðishyggju, jafnarmannastefnu og alveg í kommúnisma. Réttast hefði þó verið að sleppa öllu pólítísku hjali um menntaskóla.

P.p.s. Þú talar um snobb í vesturbænum. Er ekki snobb í öllum skólum? Jújú sem nemandi var ég var við snobb en ég heyrði einnig að snobb blómstraði í öllum skólum. Í öllum skólum myndast hálfgerð sjálfskipuð "elíta" sem lítur hátt á sjálfan sig og lætur rigna upp í nasirnar á sjálfum sér. Oftast eru þetta bara kjánar. ;)

P.p.p.s. Þú talar um allsherjarfrjálshyggju hennar Þorgerðar Katrínar í þessu.... Bíddu hvar kemur hún þessu hverfiskiptingamáli við? Þetta kalla ég nú allsherjarforræðishyggju.

P.p.p.p.s (svolítil langavitleysa)Þú segir einnig að menntunin skiptir engu máli heldur einkunnin. Þá spyr ég hvernig eigum við þá að mæla menntunina? Eigum við að vonast til að krakkar læri bara og læri og fái stúdentsskírteinið í hönd eins og gjöf? Ég held að krakkar muni finnast það frekar letjandi og læri einfaldlega ekki neitt. Ég bið þig innilega að hugsa allt rökrétt áður en þú skrifar svona bull og þvælu hérna.

Indriði Einar Reynisson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 13:08

21 identicon

Sem móðir grunnskólabarns í vesturbæ Reykjavíkur verð ég að andmæla þessu bulli um að héðan hafi börn með lélegar einkunnir labbað inn í "sterka" skóla. Sonur minn útskrifaðist úr Hagaskóla í vor með tæpl. 8 í aðaleinkunn. Ca. 7.5 til 9.5 í flestum fögum. Það sem dró aðaleinkunn niður var lág einkunn í stærðfræði, 4.5.

Hann langaði í Kvennaskólann eða M.H., en námsráðgjafi Hagaskóla sagði mér að það væri alveg út í hött að drengurinni sækti um þá skóla með lága einkunn í stærðfræði, eða bara yfirleitt nokkurn einasta skóla á höfuðborgarsvæðinu. Námsráðgjafinn sagði mér hryllingssögur af krökkum, sem hefðu verið með mun hærri meðaleinkunn -allt upp í 9 komma eitthvað- sem hefðu sótt um "sterka" skóla í sínu hverfi, ekki komist inn, staðið uppi skólalaus um haustið og endað upp í Mosfellsbæ. Þar sem við mæðgin, "ríka pakkið í Vesturbænum" eigum ekki bíl, mátti ég ekki til þess hugsa að drengurinn þyrfti að vera í óvissu um skólavist í allt sumar -og kæmist síðan ekki einu sinni inn í einn einasta skóla í haust. Það varð því úr að hann sótti um skólavist í Fjölbrautarskólanum í Ármúla, svo hann kæmist þó inn í einhvern framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þangað flaug drengurinn inn og er alveg sáttur við það, enda er þetta víst ágætur skóli, þó að hvorugt okkar viti einu sinni hvar sá skóli er til húsa -enda snobbað pakk úr Vesturbænum...

Hildur Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband