Ekkert "blómlegt" við þörungablóma

Þörungarblómi er sko ekkert blómlegur eða jákvætt fyrirbæri eins og lesa má af fréttinni (og sýnir hversu skammt við erum komin í allri umræðu um umhverfismál). Hann er t.d. eitthvert versta vandamálið í sjónum við stendur Norðurlandanna, Eystrasalti, Skagerak og Kattegat - og Norðursjó því hann tekur upp allt súrefni úr sjónum svo fiskar og seiði drepast í stórum stíl.

Ekkert heyrir maður um rannsóknir á því hér á landi en blöðin á Norðurlöndunum hafa verið uppfull af fréttum um þetta nú í marga áratugi. Hvernig væri nú að spyrja spekingana hvaða áhrif þessi blómi hafi á lífið í sjónum hér við land - og uppvaxtarskilyrði fiskstofnsins? Já, spekingarnir gætu meira að segja sjálfir upplýst um þetta óbeðnir.


mbl.is Blómlegt í Norðurhöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Seinast þegar ég vissi er súrefni ein aukaafurð af þegar þörungar ljósstillífa með hjálp sólarljóss og koltvíoxíðs og væru þannig stærstu súrefnisframleiðendur jarðar.

http://sjavarrannsoknir.is

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 21.7.2010 kl. 15:52

2 identicon

Síðast þegar ég vissi þá vinna þeir súrefni úr sjónum til að geta vaxið og tæma hann þannig. Ef þetta er öfugt farið, þ.e. að þeir framleiða svo mikið súrefni að fiskarnir hreinlega springa af hinu mikla magni þá biðst ég innilega afsökunar.

Hvernig væri annars að fræðingarnir upplystu okkur fávísa leikmennina um þessi mál?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það eru ekki allir þörungar slæmir.. þessi skrif þín Torfi benda til mikillar fákunnáttu um þörunga..

Óskar Þorkelsson, 21.7.2010 kl. 16:55

4 identicon

Hvernig væri nú að þú bættir úr fávisku minni á þessu sviði, Oskar minn kæri?

Annars kíkti ég á http://sjavarrannsoknir.is sem Guðbjörg benti á og sá þar aðeins eina rannsókn sem gæti skipt hér máli: Vöktun umhverfisþátta og framvindu svifþörunga í Breiðafirði.

Þar segir m.a. að kalkþörungarnir umræddu auki losun DMS út í andrumsloftið og auki líkur á súru regni og auknu skyjafari. Varla eru það mjög jákvæð áhrif eða hvað?

Það virðast hins vegar vera sára litlar rannsóknir hjá þessu sjávarsetri við Breiðafjörð á helsta meini sem þörungablóminn hefur i för með sér, súrefnisskortinum i hafinu. Dæmigert fyrir íslenskt rannsóknarstarf...

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband