Samfylkingarmenn tvísaga

Maður veit ekki hverju skuli trúa þegar Samfylkingarmenn koma með útspil sem þetta. Ráðherra iðnaðarmála segir eitt og formaður iðnaðarnefndar þingsins segir annað.

Þau eru ekki samstíga um hvort erlendar fjárfestingar í orkugeiranum séu heppilegar eða ekki.

Þá hefur Mörður Árnason sagt að skilyrðið um að erlenda fyrirtækið verði að vera skráð á evrópska efnahagssvæðinu vera til komið til að hægt sé að sækja rétt á hendur þess samkvæmt lögum EES, sem mun ekki vera hægt ef fyrirtækið er utan svæðisins

Skúli talar hins vegar um þetta lögfræðilega atriði sem aðskilnaðarstefnu sem falli honum ekki í geð!

Annars skilst mér að sjónarmið Marðar séu jafn mikill fyrirsláttur og Skúla, vegna þess að skúffufyrirtækið í Svíþjóð á engar eignir og því mun ekkert vera hægt að sækja þangað hvort sem er ef illa fer.

Maður spyr sig því hvort útspil Skúla núna um rannsókn sé ekki enn ein aðferð Samfylkingarmanna til að drepa málinu á dreif - og fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að samningurinn verði úrskurðaður ólöglegur og að allur þessi fáránlegi gjörningur verði dreginn til baka.

 


mbl.is Tekur undir kröfu um rannsókn Magma-máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband