27.7.2010 | 14:07
Hættu þessum látaleik Össur
Mér finnst nú sjálfgefið að Össur hætti þessum sýndarleik og fari að drífa sig heim. Það er útséð um að við náum engum hagstæðum samningum við ESB og því sjálfgefið að hætt verði við umsóknarferlið nú þegar - og að þingið álykti um það nú í haust.
Ef Össur og Samfylkingin ætlar að halda áfram með umsóknina þrátt fyrir allar þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir, þá er ljóst að hér er pólitískur loddaraleikur á ferð - og ætlunin sé að fara inn í ESB hvað sem það kostar.
Ef kratarnir sjá ekki að sér nú þegar verður að stöðva þá sem allra fyrst því nóg hefur þetta "kynningar"ferli kostað. Össuri ætti að vera nær að fara að draga saman seglin í utanríkisþjónustunni því þar er hægt að spara stórfé - og draga þannig úr fjárhagshalla ríkissjóðs.
![]() |
Engar varanlegar undanþágur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 5
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 442141
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefan FUlke sagði aðeins það sama og þrír framkvæmdastjórar ESB., hafa sagt áður, þ.e."Ekki hægt að fá neinar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni".
Menn geta haldið áfram að lemja hausum við steina - endalaust - . ENGAR UNDANÞÁGUR.
Vitið þér enn ? !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 14:21
Mæli með að menn lesi þetta áður en þeir fullyrða nokkuð um ásælni ESB í sjávarútveginn.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.