Veslings konan

Þetta hlýtur að hafa verið afskaplega mikil raun fyrir hana, vitandi að hún hafi drepið börnin sín og neyðst til að halda því leyndu fyrir manninum og umhverfinu - og lifa með þá sektarkennd.

Já það hefur verið mikið á hana lagt og spurningin hvort ekki sé eðlilegt að láta þá refsingu nægja?

Hún var jú einungis leiksoppur eigin vaxtarlags og kynferðis, einkum þess síðarnefnda - rétt eins og dulsmálskonurnar íslensku sem neyddust til að fyrirkoma börnum sínum vegna hins harðlynda karlasamfélags sem þær bjuggu við ...

Persónulega finnst mér að það eigi aldrei að dæma konur til refsingar fyrir eitt eða neitt (ekkert frekar en hvítflibbana). Þær hafa liðið nóg í kúgunarsamfélagi okkar karlanna - og tekið út sína refsingu fyrirfram.


mbl.is Léttir að upplýsa um barnamorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Stefánsson

Í fyrsta lagi, þá gat hún notað getnaðarvarnir, svo sem pilluna og eða smokkinn, og í öðru lagi hefði hún getað farið í fóstureyðingu. Þannig að jú hún á skilið refsingu fyrir þetta þvíhún hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir það að verða ólétt og að drepa 8 og jafnvel fleiri börn.
Svo skil ég ekki í kallinum hennar, það er ekki séns að kona gæti falið eina meðgöngu fyrir manninum og hvað þá heilar 8. Það er augljóst að þetta fólk er ruglað.

En er einhver búinn að kanna í hvaða kirkju hún var og gæti verið að kirkjan sem að hún er í og eða trúarbrögðin sem hún stundar hreinlega banni henni að nota getnaðarvarnir?

Davíð Stefánsson, 30.7.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 361
  • Frá upphafi: 459285

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband