5.11.2010 | 11:26
Hrunið í september?
Ég skil ekki hvað Seðlabankastjóri á við. Um hvaða hrun í september er hann að tala, núna á þessu ári eða 2008?
Mig grunar reyndar að hann eigi við nú í haust (hrunið 2008 var jú í október) og að aðdragandi þess hafi verið ummæli Seðlabankans um að gjaldeyrishöftin haldi eitthvað áfram.
Mig grunar líka að þá hafi ákveðnir aðilar, les braskarar, enn einu sinni veðjað gegn krónunni.
Líklega er það þetta sem gerir ríkisstjórnina jafn dapra og raun ber vitni - og leitt til orða hennar um að staðan sé enn slæm, að við séum enn í djúpum öldudal og sjáum ekki upp úr honum fyrr en í fyrsta lagi seint á næsta ári.
En hvað veit ég? Ég er ekki viðskipta- eða hagfræðingur og þætti því vænt um að einhver upplýsi mig hvað raunverðulega gerðist í ágúst/september.
Auk þess væri gott að almenningur væri almennt betur upplýstur um stöðu efnahagsmála en nú er raunin. Mönnum hefur jú verið tíðrætt um mikilvægi gagnsæis en samt er enn allt í þoku í þessum efnum.
Bólueinkenni á skuldabréfamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 61
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 458279
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.