24.11.2010 | 09:17
Ögranir af hálfu Suður-Kóreu og USA orsökin
Í Speglinum í gærkvöldi var ágætis viðtal við Norðmanninn Geir Helgesen, sem er forstöðumaður Norrænu Asíurannsóknarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn (sjá http://www.nias.ku.dk/research/geir_helgesen/?who) sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni.
Í viðtalinu kom fram að Suður-Kóreumenn hafa breytt um stefnu gagnvart Norður-Kóreu og eru orðnir miklu herskárri en áður. Þá hafa heræfingar þeirra og Bandaríkjamanna við Norður-Kóreu aukist mikið, nokkuð sem norðurríkið tekur sem ögrun.
Geir bendir einnig á að hafa verður í huga einangrun Norður-Kóreu og næstum sjúklega ofsóknarkennd þeirra. Því má lítið bregða út af til að þeir bregðist við af hörku.
Harlaleg viðbrögð Obama við þessu atviki sýnir enn betur en áður þvílík mistök það voru að veita honum Friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Honum var veitt þau vegna dialog-stefnu hans (þ.e. samræður í stað árásar) en sýnt er að hann hefur í engu látið af árásargirnd forvera síns (offensív-stefnunni).
Og nú þegar hin vestrænt sinnaða Friðarverðlaunanefnd Nóbels hefur aftur sýnt sig horfa á heimsmálin með vestrænum gleraugum þá má búast við að Kínverjar séu meira en tilbúnir að veita Norður-Kóeu lið, ef á þá verður ráðist.
Við skulum bara vona að Obama og vinir hans sjái að sér og fari sér rólega.
![]() |
Mikil reiði meðal S-Kóreumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 0
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 475
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 420
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá pæling.
1938
Adolf Hitler
1939
Joseph Stalin
2007
Vladimir Putin
2008
Barack Obama
Þetta voru menn ársins í tímaritinu Times, taldir öðlingsmenn á sínum tíma allt þar til þeir sýndu sitt rétta andlit.
Tómas Waagfjörð, 24.11.2010 kl. 09:34
Suður-Kóreumenn hafa allan rétt til þess að halda þessar heræfingar, enda eru þær svar við þeirri stórkostlegu ögrun þegar Norðurmenn sökktu freigátunni og létust þar meira en 40 menn.
Arngrímur Stefánsson, 24.11.2010 kl. 10:14
Stríðsæsingarmennirnir komnir á stjá. Ég ætla mér ekki að réttlæta stríðsátök á neinn hátt eins og Arngrímur þessi gerir en hann vill gera árás á Norður-Kóreu strax, bara sísvona í forvarnarskyni.
Hræsnin í fjölmiðlum er hins vegar það gífurleg að það verður ekki orða bundist. Menn reyna ekki að sjá málið í víðara samhengi, láta t.d. eins og Sameinuðu þjóðirnar séu hlutlausar í málinu og horfa þar með fram hjá því að skipting Kóreuskagans er fyrst og fremst verk SÞ og USA eftir hið blóðuga Kóreustríð í byrjun 6. áratugarins.
Nú virðast menn vilja halda áfram þar sem frá var horfið og ganga alla leið. Ég vil minna á skyldu fjölmiðla til að flytja hlutlægar fréttir og reyna að sjá málin frá báðum hliðum, sérstaklega ríkisfjölmiðlanna.
Annars hefur kreppa alltaf verið undanfari stríðs og stríðsæsinga - maður vonar bara að svo verði ekki einnig í kjölfar þessarar kreppu.
Torfi Kristján Stefánsson, 24.11.2010 kl. 12:16
Bíddu halló, má ekkert illt segja um N-Kóreu? Þetta er heimsins fáránlegasta ríki sem sökktu freigátu suður-kóreska sjóhersins og brennir nú þessa eyju til kaldra kola...ögranir hvar? Ef þú hefðir svona mikið á móti stríðsrekstri myndiru ekki taka upp hanskann fyrir svo vítaverðar aðgerðir, taktu eftir því að Norður kóreumenn hafa beitt Suður Kóreu menn hernaðarvaldi, það hafa suður kóreu menn hinsvegar ekki gert...ögranir eða ekki, þú drepur bara ekki óbreytta borgara sísvona
Sigurður Heiðar Elíasson, 24.11.2010 kl. 14:39
Ekki það að ég sé að verja vitleysingana í geimveruveldinu Norður Kóreu, en það er ekkert ríki til sem myndi ekki líta á það sem ögrun þegar tvö herveldi eru með heræfingar nokkra metra frá landamærum viðkomandi ríkis. En annars væri best ef þetta erfðaeinveldi færi nú að líða undir lok, og helst án þess að það fari að kosta milljónir mannslífa. Ekki að ég hafi einhverja hugmynd um hvort það sé raunhæfur kostur :-/
Lárus (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:28
Jamm, ég get bara ímyndað mér hvernig Bandaríkin hefðu brugðist við ef Sovétríkin og Kúba hefðu verið með heræfingar í vötnum Kúbu við Flórídaskaga. Þegar ég frétti af þessum heræfingum þá var ég einmitt hneykslaður á því hve margir fjölmiðlar minntust ekkert á þessa mikilvægu staðreynd.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 16:27
Torfi , á seinustu 50 árum hefur N-Kórea staðið fyrir c.a 150 aðgerðum sem segja má að séu af hernaðarlegum toga, innan landamæra annarra ríkja á s.s. S-Kóreu , Japans , Rússlands, Burma, og víðar sem hafa að mestu beinst gegn nágrannaríkinu í Suðri, það gerir að meðaltali 3 á ári. Reyndar eru mealtöl ekki sérlega lýsandi í svona dæmi, en geta samt sem áður gefið nokkra vísbendingu um hvað er á ferðinni, og í þessu tilfelli segir það að áreitið kemur að norðan en ekki öfugt, þessi blinda kanafóbía þín samfara dýrkun á draug sem ekki veit að hann er dauður svolítið út í hött.
Bjössi (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.