Njósnir dæmi um "öfluga utanríkisstefnu"?

Þessi yfirlýsing Hillary Clinton er alveg ótrúleg - og sýnir vel í hvernig glerhúsi þetta lið lifir. Nú leyfir hún sér að kalla afhjúpun á njósnum, brotum á mannréttindum og öðru glæpsamlegu athæfi -sem hún hefur staðið fyrir persónulega og skrifað sjálf undir skjöl þar að lútandi - ólöglega birtingu!

Þá talar hún um njósnir á bandamönnum sínum og topp-fólki hjá Sameinuðu þjóðunum sem samvinnu við aðrar þjóðir!

Steininn tekur þó úr er hún gagnrýnir birtingu á skjölum um baráttumenn gegn spillingu og hjálparstarfsmenn, sem deila upplýsingum um misferli opinberra aðila eða afhenda skjöl um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er slæmt að hennar mati því slíkt gæti leitt til þess að uppljósnarinn lendi í fangelsi!

Ætli það sé ekki nær að stuðla að því að koma í veg fyrir slík mannréttindabrot - og gera það í gegnum alþjóðasamfélagið þar sem Bandaríkjamenn ráða því sem þeir vilja?

Nei, þetta er aðeins aumt yfirklór manneskju sem hefur brotið allar reglur um diplómatísk samskipti. Við hljótum að taka undir með Julian Assange og krefjast þess að Hillary Clinton segi af sér - og að það verði krafa alþjóðasamfélagsins.

Ef það verður ekki gert þá eru stjórnvöld hvar sem er í heiminum samsek Bandaríkjamönnum í spillingunni og ekki á vetur setjandi.

Þetta á ekki síst við um Össur Skarphéðinsson, sem reyndar hefur verið lýst sem miklum Bandaríkjavini í diplómatapósti sem lak út fyrr á þessu ári. Þögn hans og undanskot í þessu máli hingað til sýna algjöra þjónkun undir Kanann ...


mbl.is Clinton um Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Clinton klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Í dag var hún á ráðstefnu OSSE og sagði þar eftirfarandi um Berlusconi (en í diplómatapósti frá sendiráði USA á Ítalíu var honum lýst sem tillitslausum, fáfengilegum og framkvæmdalítlum): "Við eigum engan betri vin, engan sem styður bandarísk sjónarmið eins staðfastlega og Berlusconi forseti"!

Fallega sagt af henni og kemur eflaust beint frá hjartarótum. Maður veltir þó fyrir sér hvort einhverjir aðilar, sem telja sig betri vin Bandaríkjamanna en Berluconi er, fyrtist ekki við þetta? Össur t.d.?

Torfi Kristján Stefánsson, 1.12.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband