1.12.2010 | 21:32
Hrammur Kanans nær víða!
Þetta er auðvitað ótrúlegt mál. Þegar verið er að fletta ofan af mannréttindabrotum og glæpsamlegu atferli Bandaríkjamanna þá er lokað á boðberann!
Þetta segir auðvitað allt sem segja þar um frjálsa fjölmiðlun og umræðu hér á hinum lýðræðissinnuðu Vesturlöndum. Ef fréttir eru óþægilegir ráðandi ríkjum þá er með öllum ráðum komið í veg fyrir að þær birtist.
En sumir ganga enn lengra en það að loka netþjónum. Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Kanada hefur tjáð sig um það hvað gera eigi við Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Ráðgjafi þessi hefur aðstoðað forsætisráðherra hægri stjórnarinnar í Kanada allt frá því að hún komst til valda árið 2006.
Hann vill að Assage verði eltur uppi og drepinn þar sem næst í hann. Helst vill hann að Obama gefi út aftökuskipun á hann og/eða sendi ómannaða herflugvél (dróner) til að drepa hann.
Þetta er nú fulltrúi þeirrar ríkisstjórnar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði nýlega samning við um landvarnir og heræfingar hér á landi. Ætli Kristinn Hrafnsson verði þá ekki í lífshættu líka, vegna tengsla hans við Wikileaks og Assange?
Sjá má viðtal við kanadíska ráðgjafann Harper hér: http://www.youtube.com/watch?v=bqtIafdoH_g
![]() |
Amazon hætti að hýsa WikiLeaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 1
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 461799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 145
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er frétt sem fjallar um það sama, ekki aðeins áskorun hin frægu Söru Palin um að ráða Assange af lífi, heldur margra fleiri: http://www.salon.com/news/opinion/glenn_greenwald/2010/11/30/wikileaks
Eru hægri öfgamenn að taka völdin í Norður-Ameríku?
Torfi Kristján Stefánsson, 1.12.2010 kl. 21:41
Lýðræði og málfrelsi er eitthvað sem aðrir eiga að hafa, en það er vandamál þegar það er okkar yfirvöldum ekki þóknanlegt. Þetta þarf að festa tryggilega og nækilega í stjórnarskránna
Kristinn Sigurjónsson, 1.12.2010 kl. 21:54
Þú spyrð; "Eru hægri öfgamenn að taka völdin í Norður-Ameríku?"
http://www.effedieffe.com/index.php?option=com_content&view=article&id=33278:cia-mossad-and-soros-behind-wikileaks&catid=35:worldwide&Itemid=152
http://www.youtube.com/watch?v=brGAgrxscOg
Magnús Sigurðsson, 1.12.2010 kl. 21:55
Wikileaks er ekki endilega einhvers konar sannleiksbrunnur, ég tel nokkuð gefið að forsprakkar þar velji úr því sem þeir koma höndum yfir og birti helst það sem þeir telja að komi sér illa fyrir þá sem eru á "óvinalista" þeirra , ef eitthvað er að marka viðbrög þeirra og lygaþvæluna sem Assange heldur fram í sambandi "Climategate" málið. Þeir sem að standa hafa pólitísk markmið alveg eins og atvinnupólitíkusar víða. Og þanni liði trysti ég einfaldlega ekki til að segja allann sannleikann.
Bjössi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 22:54
Þetta með að Wikileaks gangi erinda CIA og fleiri slíkra glæpasamtaka er nú einfaldlega sama gamla taktíkin og Kaninn hefur alltaf notað, að sverta "andstæðinginn" á allan mögulegan máta, m.a.s. með að spyrða hann við sjálfan sig!!
Ég held að Palin, Fox-sjónvarpsstöðin og Harper þessi svari nú þessum ásökunum ágætlega, því varla vilja þessir morðóðu haukar drepa sitt eigið fólk ...
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 22:57
Hvaða mannréttindabrot og glæpsamlega atferli ertu að tala um?
Jóhann (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:09
Torfi , smá leiðrétting gaurinn í you tube viðtalinu sem þú setur krækju á í aðaltextanum heitir Flanagan en ekki Harper, hann mun vera ráðgafi fyrir Harper sem aftur er forsætisráðherra í Kanada , egf ég skil ræmuna rétt.
Bjössi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:30
Ef þessi Assange er svona mikill sannleiks elskandi, afhverju er hann þá ekki í Svíþjóð að afhjúpa sannleikann um sjalfan sig eða vill hann kannski ekki að sannleikurinn um hann komi fram? Hefur hann eitthvað að fela.
Loki (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:40
Loki: Ákærurnar á Assange í Svíþjóð eru í öðru tilfelli þannig að þau hafi verið í samförum, smokkurinn gefið sig, hún sagt honum að hætta en hann ekki hætt fyrr en búinn að fá það. Hitt tilfellið var svipað víst, byrjaði með samþykki en endaði ekki þannig.
Ef satt er þá er að mínu viti það eina rétta af konunum að kæra.
Ég er bara forvitinn að vita afhverju það tók bara sex daga fyrir þessar tvær konur að finna hver aðra og hittast í fyrsta skipti (sbr. tíma frá brotum t.d. fáeinna kaþólskra presta) og ákveða sameiginlega að kæra.
CIA á karmaveðum?
Tóti (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 02:41
Ekki veit ég um tildrög þess , en mér finnst að maðurinn þurfi að láta sannleikann koma í ljós, það að hlaupa í felur bendir til sektar ekki sakleysis.
Loki (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:18
Það var nú einhver snillingur sem tók sig til og fletti upp twitter og facebook síðum sem ein af þessum konum er með. Nú er búið að eyða þessum færslum en hann tók afrit af þeim. Þar kemur nú bara í ljós að miðað við þær færslur þá eru þetta helberar lygar í henni. Tímasetningar og orðalag benda til þess að þessi nauðgun gæti aldrei hafa gerst, allavegana ekki samkvæmt núverandi frásögn þessarar konu.
Bit-Shjari (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:01
Tóti, það var ekki fyrr en þær hittust seinna á fyrirlestri hjá Assange og fóru að spjalla saman; spjallið snerist upp í hvort Assange væri búinn að nauðga þeim og þá kom bara í ljós að hann hafi nauðgað þeim báðum(!). Svo tilkynntu þær glæpina (frekar en að kæra, sem er hægt að kæra tilbaka) um leið og aðalsaksóknarinn var kominn í helgarfrí þannig að óreyndur aðstoðarsaksóknari tók á málinu og fór fram á viðtal við Assange. Alvörusaksóknarinn felldi þetta rugl síðan niður þegar hann kom aftur í vinnuna. Ó, og Anna Ardin, "fórnarlambið" er... tja, er ekki nóg að segja að hún sé á móti Kastró? :)
Loki, Assange er í nákvæmlega sömu felum og hann var búinn að vera í lengi þegar þetta bull kom upp; hann er nefnilega pínulítið óvinsæll hjá CIA og honum vondu köllunum. Ég mundi heldur ekki láta mikið fyrir mér fara í þeim sporum.
Durtur, 2.12.2010 kl. 14:34
Afsakið, mér skilst að Anna Ardin og Sofia Wilen séu vinkonur þannig að það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér um að þær hafi hist á fyrirlestri hjá Assange. Áhugasamir geta séð stöllurnar í þessu myndbandi af blaðamannafundi hjá Assange; Wilen er með gleraugu og tagl, Ardin er sú sem labbar með mækinn fram í sal.
Durtur, 2.12.2010 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.