15.12.2010 | 16:00
Ótrúlegt útspil!
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem maður eins og Pétur Sveinbjarnarson verður uppvís af gerræðislegum vinnubrögðum hvað aðkomu hans að Sólheimum varðar. Samt situr hann þarna enn sem formaður fulltrúaráðs, þrátt fyrir alla skandalana.
Þá hefur aðkoma þjóðkirkjunnar að stofnuninni lengi orkað tvímælis, en þáverandi barnaheimilsnefnd hennar var aðili að stofnun Sólheima. Í stjórn og varastjórn sitja tveir prestar, þeir sr. Valgeir Ástráðsson og sr. Gylfi Jónsson, og verða því að teljast þátttakendur í þessari ótrúlegu uppákomu.
Með þessu er verið að nota heill og öryggi vistmanna Sólheima sem skálkaskjól í því bruðli sem hefur viðgengst á Sólheimum nær alla tíð - og reyna með því að tryggja að áfram fáist nægt fjármagn til bruðlsins - líklega til að borga 2007-lán.
Fulltrúaráðinu væri nær að segja af sér og fela óháðum aðilum enduskipulagningu heimilisins og semja um skuldir, en að setja með þessu framtíð fólks, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, í algjöra óvissu.
Þjónustu við fatlaða hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 2
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 458141
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé rétt hjá þér.
Eyjólfur Sturlaugsson, 15.12.2010 kl. 16:07
Myndin sem fylgir fréttinni - og sem við munum væntanlega sjá meira af í sjónvarpinu í kvöld - esegir markt um stemmninguna innan ráðsins.
Pétur Sveinbjarnarson les yfirlýsinguna en hinir sitja hnípnir hjá - einkum Guðmundur Bjarnason sem hlýtur að skammast sín fyrir að vera þarna - nema auðvitað presturinn sem alla tíð hefur staðið þétt upp við bakið á sínum formanni (hann horfir hnakkreistur fram á við)!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.