Mogginn að gera undirskriftasöfnunina tortryggilega?

Þetta er óneitanlega sérkennileg frétt, ekki síst í ljósi þess að önnur undirskriftasöfnun er í gangi, þessi gegn vegatollunum.

Engin frétt hefur birst á moggavefnum um að einhver hafi upplifað það sama þar og hér er sagt frá, að hann hafi verið skráður á vegatollslistann að sér forspurðum.

En nú þegar undirskriftasöfnunin gegn landsalinu, sem er sérstakt áhugamál sjálfstæðisflokksins, er farin að taka við sér (þökk sé Björk) þá fer moggaklíkan að malda í móinn með frétt sem þessa.

Mér skilst að um 10.000 manns hafi skrifað sig á listann í dag! Átakið stendur alla helgina þannig að búast má við að um 50.000 manns skrifi sig á listann áður en yfir líkur.

Gerir aðrir undirskriftalistar betur!


mbl.is Skráð gegn vilja sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er allt hey í harðindunum hjá Móra í dag.

hilmar jónsson, 7.1.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Þetta var nú svolítið tyrfið.

Hörður Einarsson, 7.1.2011 kl. 21:04

3 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Ég ætlaði að skrá mig en það var búið að því fyrir mig. Ég tel hinsvegar að það sé fólk sem er að skrá fólk til að gera þessar undirskriftir tortryggilegar því glætan að þeir sem eru að standa fyrir þessu eru að því vegna þess að mikill meirihluti þessarar þjóðar vill hafa sínar auðlindir í þjóðareigu. Alveg með ólíkindum hvað fólk seilist langt í því að stela frá þjóðinni finnst mér.

Elís Már Kjartansson, 7.1.2011 kl. 21:09

4 identicon

Elís már

 Þú hefur verið búin að skrá þig fyrir löngu.  Ég ætlaði að skrá mig í kvöld , en ég var víst búin að því fyrir nokkrum mánuðum.  Þetta er sama undirskriftarsöfnuninn og sama mál og sömu hugsjónir.  Mogginn er kúkur.

jonas (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 21:24

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég ætlaði að skrá mig og sá að það var búið því að ég hafði gert það í sumar að sögn eiginkonunnar. Já það eru svo margar undirskriftasafnanir að maður gleymir hvað maður er búinn að gera.

Valdimar Samúelsson, 7.1.2011 kl. 21:59

6 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Mogginn reynir aföllum mættii að gera þessa undirskriftasöfnun tortryggilega til varnar einkavæðigastefnu Sjálfstæðisflokksins

Aðalsteinn Tryggvason, 7.1.2011 kl. 22:03

7 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Mikið rétt Jónas það var reyndar konan mín sem gerði það fyrir mig á sínum tíma en ég var bara búinn að steingleyma því:D.

Elís Már Kjartansson, 7.1.2011 kl. 23:11

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf eru samsærin söm við sig á mbl.is,eða þá að það séu bara samsæriskenningasmiðirnir sem alltaf eru samir við sig.

Fjallaði um það að gamni http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1131745/

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2011 kl. 00:08

9 identicon

er ekki kúkurinn í þinginu?

þórómar (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 00:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitthvað mislukkaðist með tilvísunina í umfjöllunina um samsærin á mbl.is, svo best er að reyna aftur:  http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1131745/

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2011 kl. 00:13

11 identicon

Já þetta er svo gamall listi að eflaust eru margir að skrá sig í annað skipti búnir að gleyma því að þeir hafi nú þegar gert það.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband