"róttæki"?

Róttækur? Er ekki nær að kalla þennan mann glæpamann og allt það sem hann stendur fyrir?

Það er jú alkunna að hann notaði upplausnarástandið í Írak til að koma undan milljónum dollara, auk þess sem hann stundaði svartamarkaðsbrask og stóð fyrir morðum á "pólitískum" andstæðingum sínum. Áður eða í tíð Saddams var hann frægur fyrir að ræna banka í Jórdaníu og tókst að komast undan refsingu með hjálp Bandaríkjamanna.

Og nú er hann kominn í ríkisstjórn Íraks og er þar í lykilaðstöðu! Það er ótrúlegt hversu duglegir Bandaríkjamenn eru að koma glæpamönnum til valda í kjölfar innrása þeirra eða þá með afskiptum af innanríkismálum landa á annan hátt. Vinur USA í Afganistan, Kazai, er ekki alveg laus við spillingarorðið, ekki síst opíumsölu og svo þessi nú.

Málið er auðvitað það að allt skal gera til að handa súnnítum frá stjórnarsetu - og meira að segja ósvikinn glæpamaður og morðingi fenginn til þess. Svo talar hann um þörf á sameiningu!

Í þessu ljósi er hlálegt að lesa pósta bandarískra sendiráðsmanna sem Wikileaks hefur birt, en þar eru þeir fullir vandlætingar yfir spillingu gestgjafa sinna. Þar er svo sannarlega gróti grýtt úr glerhúsi!

 


mbl.is Sadr hvatti Íraka til að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455547

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband