Fórnarlamb hatursáróðurs

Það er spurning hvert þetta bandaríska samfélag er að fara þessa dagana. Í gær komu fréttir um hnýsni í einkalífi erlendra borgara, svo sem Birgittu Jónsdóttur og svo þetta.

Morðinginn mun hafa setti inn mörg myndbönd inn á Youtube þar sem hann ásakaði ríkisstjórnina fyrir að heilaþvo fólk.

Þingkonan Gifford hefur áður orðið fyrir ofsóknum. Í kosningarbaráttunni í fyrra varð skrifstofa hennar eyðilögð. Hún  hefur sjálf varað við ofsafenginni pólitískri umræðu, umfram allt frá Tea-party hreyfingunni sem hefur hótað að beita henni ofbeldi.

Sarah Palin hefur mánuðum saman haft landakort á fésbókarsíðu sinni þar sem Gliffort og aðrir demókratar eru merktir með sikti úr byssukíki. Skorað hefur verið á stuðningsmenn Palins að hlaða og miða á þá. Eftir atburðinn í gær fjarlægði Palin kortið og lýsti yfir hryggð sinni með atburðinn. Óvíst er hvort það nægi henni – og hvort hennar pólitísku framtíð sé ekki lokið með þessu ódæði. Það má auðvitað spyrja sig hvort hún sé ekki samsek og hægt að ákæra hana fyrir að hvetja óbeint til þessa verknaðar.

Lögreglan vill a.m.k. meina að kenna megi haturstóninum í pólitískri umræðu um aukið ofbeldi í pólitíkinni. Fólk sem á við geðræn vandamál að stríða getur auðveldlega orðið fyrir áhrifum frá þessari hatursfullu umræðu sem beinist að ríkisstjórninni.

Lögreglustjórinn sem vitnar er til í þessari frétt segir að sú þröngsýni og neikvæðni sem ríkir nú í landinu sé að verða að stórhneyksli. Hann heldur að þetta ríki, Arizona, sé að verða eins konar miðstöð fyrir óþverran, Mekka fordóma og þröngsýni.

Mér sýnist stemmningin í Bandaríkjum vera svipuð nú og þegar Lennon var drepinn, en í því tilviki er öruggt að hatrammar árásir á hann í bandarískum fjölmiðlum hafi verið orsök morðsins.

Svo er auðvitað nærtækt að nefna hina hatursfullu og neikvæðu umræðu hér á landi eftir Hrun sem beinist að núverandi ríkisstjórn, sem varla á stóra sök á ástandinu. Sem betur fer erum við ekki byssusjúk þjóð en þó er eflaust einhverjir brjálæðingar út í bæ sem eiga slík tól og geta vel hugsað sér að nota þau.

Það eru þannig ekki aðeins Bandaríkjamenn sem verða að draga lærdóm af þessu ódæði heldur einnig við Íslendingar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband