28.1.2011 | 09:20
Með köldu blóði
Nú fer myndband af morði á einum mótmælanda í Egyptalandi sem eldur í sinu um fréttaheiminn: http://www.dagbladet.no/2011/01/28/nyheter/utenriks/egypt/15228684/
Hann er skotinn í höfuðið af löngu færi að því er virðist, án nokkurs tilefnis, líklega af leyniskyttu lögreglunnar.
Annars er fréttaflutningurinn frá þessum mótmælum mjög pró-vestrænn. Sagt er á mjög hlutlausan hátt frá því að netið og gsm-samband liggi niðri - og þannig látið sem ekki sé vitað af hvaða völdum það sé.
Þegar sama gerist í Kína þá er hins vegar morgunljóst hjá vestrænum fjölmiðlum að það er "kommúnista"stjórnin þar, sem hefur lokað fyrir net- og gsm-sambandið.
Enda eru Egyptar - með Mubarak í broddi fylkingar - einhverjir helstu bandamenn USA í þessum heimshluta, og því mjög mikilvægt fyrir vestræna hagsmuni að hann og hans fólk haldi völdum í landinu.
Ráðherra varar mótmælendur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 460031
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.