29.1.2011 | 18:11
Stríðshanskanum kastað!
Jóhanna er greinilega ekki mikill diplómat. Þetta er einfaldlega hótun um stjórnarslit sem hlýtur að vera mætt af hörku.
Það furðulega við þessa yfirlýsingu er að hún er sett fram á tíma þar sem Samfylkingin er að einangrast - og á í vök að verjast á mörgum sviðum. Hún stendur einöngruð hvað ESB aðild varðar, klúðrið hvað Stjórnlagaþingið varðar verður að skrifast á forsætisráðherra að stórum hluta og síðast en ekki síst þá eru kjarasamningar allir í uppnámi vegna glannalegra ummæla hennar um sjávarútvegsmál.
Ef Jóhanna trúir því að hægt sé að mynda stjórn með einhverjum öðrum flokki en VG þá er hún illa út að aka. Vinstri grænir standa miklu betur hvað varðar samstarf við stjórnarandstæðinga, bæði vegna afstöðu sinnar til ESB en einnig vegna mun hóflegrar afstöðu til kvótamála sjávarútvegsins.
Það verður sjaldan hægt að segja um Jóhönnu að hún sé pólitískur refur, miklu frekar er hún eins og naut í flagi. En kannski er hún aðeins með svona lélega ráðgjafa?
Eru að leika sér að eldinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 459176
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 233
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.