31.1.2011 | 07:18
Löggan og Mogginn
Ég hef oft undrast yfir þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur um lögreglurannsóknir - og hvers vegna yfirstjórn lögreglunnar geri ekkert í þeim margítrekaða leka sem verður hjá þeim við rannsókn mála.
Þó man ég ekki til þess fyrr að menn séu nafngreindir á þennan hátt, eins og nú hvað blaðamann DV varðar. Hér er verið að ásaka manninn um glæp ("vitni hafa borið") sem hlýtur að kalla á viðbrögð frá siðanefnd Blaðamannafélagsins, og að auki hættu á dómsmáli.
A.m.k. er hér verið að kasta stríðshanskanum, líklega til að verja þá fjárglæframenn sem Mogginn og flokkurinn heldur svo ötullega hlífiskyldi yfir - og til að koma höggi á Wikileaks. Svo segir fólk að Mogginn hafi batnað í tíð Davíðs!
Ætli ástæða þessa fréttaflutnings sé sú að böndin berast nú að Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins fyrir að hafa leyft, sem Seðlabankastjóri, tugi milljarða millifærslur úr bankakerfinu eftir að neyðarlögin voru sett?
Tengsl DV og WikiLeaks rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mogganum greinilega allar leiðir færar þegar herja þarf á DV eða Wikileaks..
hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 08:35
Ertu á móti því að lögreglan komist til botns í þessu máli??
Eiga önnur mál að koma í veg fyrir þessa rannsókn eða eru það bara "útvaldir" sem eiga að sæta rannsókn?
Fjölmiðlar eru feiki sterkt afl - afl sem þeim sem þar starfa ber að fara vel með - komi einhver misbrestur upp - eða grunur um slíkt - ber að kanna það ofan í kjölin. Blaða/fréttamenn hafa verulegar heimildir umfram almenning og er treyst fyrir aðgengi að gögnum og atburðum.
Þeim ber því að umgangast þessi réttindi af virðingu og aðgát.
Getum við ekki verið sammála um það?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.1.2011 kl. 08:38
"...man ég ekki til þess fyrr að menn séu nafngreindir á þennan hátt, eins og nú hvað blaðamann DV varðar.." Ertu að grínast, dv, sem nafngreinir alla sem það getur og jafnvel fleiri, núna síðast í máli sem tengist látinni konu?
Ólafur Gíslason, 31.1.2011 kl. 09:15
Ég man nú ekki til þess að ráðist hafi verið áður svona beint á kollega sinn og glæpsamlegt athæfi borið upp á hann. Þess vegna nefndi ég nú siðanefnd Blaðamannafélagsins.
Þá fæ ég ekki séð að þessi frétt verði á neinn hátt til þess að lögreglan komist frekar til botns í málinu. Hér er einfaldlega um hina gamalkunnu smjörklípuaðferð Davíðs að ræða - sem blaðamenn Moggans virðast hafa lært af meistara sínum.
Af hverju beinir blaðið t.d. ekki rannsókn sinni að því hvaða seðlabankastjóri það var sem leyfði milljarðamillifærslurnar eftir að neyðarlögin voru sett?
Það er miklu meiri frétt og mikilvægari en einhver tölva sem fannst í herbergi í alþingishúsinu og hafði aldrei verið notuð í glæpsamlegum tilgangi!
Torfi Kristján Stefánsson, 31.1.2011 kl. 09:45
Nákvæmlega Torfi..
hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.