Tvískinnungur!

Merkilegar þessar síendurteknu fréttir Moggans af frjálslyndi og andúð Bandaríkjamanna á núverandi stjórnvöldum í Egyptalandi. Málið er nefnilega það eins og flestir vita að USA hefur stutt þessa stjórn sem ríkt hefur í 30 ár með hjálp neyðarlaga, með ráðum og dáð allan tímann.

Og það sem meira er. Núverandi næstráðandi í Egyptalandi, kappinn Suleiman, er búinn að vera yfirmaður egypsku leyniþjónustunnar í um 20 ár og starfað mjög náið með bandarísku leyniþjónustunni CIA.

Fangaflutningarnir illræmdu til Egyptalands voru skipulagðir sameiginlega af Suleimann og CIA með það að markmiði að geta pyntað meinta hryðjuverkamenn án þess að þurfa að brjóta bandarísk lög. Sagnir herma að upplýsingar úr þeim "yfirheyrslum" hafi borist Bandaríkjastjórn daglega.

Fréttir Moggans af afstöðu Bandaríkjamanna til núverandi stjórnvalda í Egyptalandi eru því mjög misvísandi - ef ekki beinlínis villandi. Bæði Hilary Clinton og Obama hafa verið mjög varkár í yfirlýsingum sínum, en það hefur verið túlkað sem óbein stuðningsyfirlýsing við Suleimann og núverandi stjórnvöld. 

Suleimann þess var nú síðast í gær að hóta mótmælendum ofbeldi ef þeir létu ekki af borgaralegri óhlýðni sinni. Þrátt fyrir það hefur USA ekki séð neina ástæðu til að setja ofan í við hann, enda er maðurinn einhver helsti erindreki þeirra í Mið-Austurlöndum - og hefur verið lengi.


mbl.is Neyðarlögum verði aflétt þegar í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband