10.2.2011 | 15:50
Er það ekki aðeins of seint um rassinn gripið?
Fyrri frétt um málið sýnir að þetta útspil nú er algjör kúventing frá fyrri yfirlýsingu. Því verður að segja eins og er að menn efast um að hugur fylgi hér máli.
Annars er þetta mál dæmigert fyrir klúðrið sem varð við stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. Þar setti einn listi - Kópavogslistinn - sig á móti því að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, yrði bæjarstjóri. Úr varð sú Salómonslausn að Guðrún þessi Pálsdóttir yrði bæjarstjóri þrátt fyrir þá staðreynd að hún hafi starfað fyrir fyrrum stjórnarherra Gunnar Birgisson og co, m.a. sem fjármálastjóri bæjarins og hlaut því að bera ábyrgð á þeirri óráðsíu og spillingu sem þá ríkti í bæjarmálefnum Kópavops.
Hún hefur greinilega lítið lært af kosningarúrslitunum síðast sem hafnaði þessum spillingaröflum algjörlega - og haldið ótrauð áfram á sömu braut.
Afsökunarbeiðnin kemur því of seint. Það er kominn tími til að hreinsa það fólk alveg út úr stjórnkerfi bæjarins sem sat þar í tíð Gunnars Birgissonar - og segja bæjarstjóranum upp störfum. Ef það er eitthvað vandamál fyrir Kópavogslistann, þá er honum velkomið að ganga í eina sæng með Íhaldinum og Framsókn - og mynda nýja bæjarstjórn.
Þeim svikum munu Kópavogsbúar hins vegar ekki gleyma í næstu kosningum.
Mun ein nota bílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hér lagst ekki neitt svo mikið er víst
Jón Snæbjörnsson, 10.2.2011 kl. 16:07
notaði hún aðra bíla bæjarins þegar dóttirin var á bílnum sem bærinn lét henni í té ? Hefur hún ekki
nægilega há laun til að reka eigin bíl sem þá dóttirinn gæti notað
Það er rétt - það lagast ekki neitt - Það er eins og fólk missi dómgreindina við að fá völd
Lara (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 16:58
Er hún starfi sínu vaxin ef hún skilur ekki sinn eign ráðningarsamning??
Guðrún Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 17:48
Eru þetta ekki góðar fréttir?
Borgarstjórinn biðst "AFSÖKUNAR" og hugsanlega taka þá aðrir sem úthluta og nýta "embættisbíla" við sér.
Það er heldur ekki gjörsamlega útilokað að eftir þennan farsa verði reglur um svona hlunnindi endurskoðaðar eða í öllu falli skýrðar.
Agla (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:26
Þeir ættu að taka við sér - en einhvern vegin virðist þetta bara verða umræða í smá tíma og svo gleyma allir og ekkert breytist.
Hvernig var með eftirlaunafrumvarpið sem Steingrímur fór oforsi yfir þegar hann var í stjórnarandstöðu - hefur hann gert eitthvað til að laga það?
Lara (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.