Kemur úr hörðustu átt!

Það er merkilegt að heyra mestu frekjuna og yfirgangsmanneskjuna á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, tala um frekju og yfirgang í öðrum! Framferði hennar í þingsölum hefur verið þannig að flestu óhlutdrægu fólki blöskrar.

Annars er þessi uppákoma merkileg í ljósi þess að Mörður Árnason er eini Samfylkingarþingmaðurinn sem hefur varið Svandísi Svavarsdóttur hvað dóm Hæstaréttar varðar (sem ógilti ákvörðun umhverfisráðherra í Urriðafossvirkjunarmálinu). Hann talaði þar hreint út og gagnrýndi Hæstarétt fyrir að telja mútugreiðslur Landsvirkjunnar til Flóahrepps vera löglegar.

Því er auðvitað gefið mál að þeir, sem vilja koma á sama siðferði og ríkti hér fyrir Hrun, ráðist gegn Merði - og þeim stjórnarliðum sem mótmæla 2007-vinnubrögðunum. Því skýtur það skökku við að Birgitta Jónsdóttir skuli elta Vigdísi af fundi - en sýnir í raun aðeins það sem vitað var fyrir, hversu dómgreindarlausir fulltrúar Hreyfingarinnar eru á nær öllum sviðum.

Annars virðist óbilgirni og spillingarstemmning Hrunsáranna vera að koma aftur inn og ætli að verða viðvarandi í íslensku þjóðfélagi. Má sjá það af skoðanakönnun sem nýlega var framkvæmd þar sem um 80% aðspurðra vildu að Svandís segði af sér vegna málsins. Virðist sem Samfylkingarfólk hafi verið því sammála og að einungis Vinstri grænir hafi verið því andvígir.

Þetta þrátt fyrir að Hæstiréttur sé nýbúinn að sýna af sér vítaverða hlutdrægni (í Stjórnlagaþingsmálinu) og að þeir sem þar sitja séu að mestu leyti fulltrúar ákveðina stjórnmálaafla hér á landi, afla sem leiddu Hrunið yfir íslenska þjóð, enda valdir af þeim öflum til setu í réttinum.

Þetta er enn eitt dæmi þess að Hrunflokkarnir þrír eru að ná aftur saman og að hætta sé á að þeir myndi nýja ríkisstjórn nú alveg á næstunni.

Er þá hægt að taka undir með meistara Jóni Vídalín sem þrumaði þetta yfir spillingaröflunum í byrjun 18. aldar:

"Ég vil eigi tala um það, hversu menn leita sér fordildar í að spilla stefnum og vitnum, þvert á móti lögunum.  ... Ég vil eigi fá mér til orða um opinbera réttarneitun, hversu slægvitrir menn eru í því að skjóta málum á frest, án allra orsaka, svo að hinn fátæki og einstæðingurinn, og jafnvel á stundum þótt hann sé málsmetandi, ef dómarinn er honum mótfallinn, þeir neyðast til að standa af rétti sínum..."


mbl.is „Snýst um yfirgang og frekju í Merði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mörður er nú ekki meiri bógur en það, að hann hefur lufsast niður í ræðustól Alþingis skv.: 

Innlent | mbl | 15.2.2011 | 14:04

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og sagðist hafa skrifað Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, bréf og beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn á fundi umhverfisnefndar þingsins í morgun.

Vigdís gekk af fundi nefndarinnar í morgun ásamt Birgittu Jónsdóttur, og skrifaði síðan Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta þingsins, að hún segði sig úr nefndinni vegna samstarfsörðugleika við Mörð Árnason, formann nefndarinnar.

Mörður sagðist vona að Vigdís endurskoðaði þá ákvörðun sína að segja sig úr nefndinni.

Benedikt V. Warén, 15.2.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband