21.2.2011 | 15:52
Kominn tími til að leyfa Arnóri að spreyta sig á miðjunni
Það er sannarlega kominn tími til að leyfa Arnóri Atlasyni að spreyta sig sem leikstjórnanda hjá landsliðinu í stað Snorra Steins Guðjónssonar, enda er hann aðalleikstjórnandi AGK í dönsku deildinni meðan Snorri Steinn er þar aðeins varamaður. Þetta sáu íslenskir sjónvarpsáhorfendur greinilega í síðasta leik liðsins þar sem Arnór spilaði á miðjunni og skoraði þaðan öll mörk sín sem sýnd voru í sjónvarpinu.
Í íslenska landsliðinu er þessu öfugt farið. Þar spilar Snorri Steinn nær alla leiki (allan leikinn) á miðjunni á meðan Arnór er nær eingöngu notaður í skyttuhlutverkinu vinstra megin á móti Aroni Pálmarsyni - og þarf oftar en ekki að sitja á bekknum.
Þetta val Guðmundar landsliðsþjálfara er einkar óheppilegt fyrir íslenska landsliðið því það bitnar ekki aðeins á sóknarleiknum (Snorri skorar varla með uppstökki fyrir utan eins og flestir vita) heldur einnig á varnarleiknum. Meðan Arnór er einn okkar besti varnarmaður þá er Snorri einn okkar sísti - og iðulega skipt út af eftir sóknir liðsins. Sama á við um Róbert Gunnarsson. Því þarf íslenska landsliðið að skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn - og það notfærðu andstæðingar okkar sér mjög í lokaleikjum HM nú í janúar.
Íslenska landsliðið er í mikilli hættu á að komast ekki áfram í undankeppni EM. Því er þörf á róttækri breytingu á skipulagningu liðsins í leikjunum sem eru framundan (gegn Þjóðverjum og Austurríkismönnum). Sjálfsögðust og eðlilegasta breytingin er að setja Snorra á bekkinn og nota Arnór sem leikstjórnanda.
Arnór með 9 mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 2
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 458141
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.