Kjósa einnig um ESB!

Mér finnst alveg gráupplagt að nota tækifærið og kjósa einnig um aðildarumsóknina að Evrópusambandið á sama tíma og um Icesave. Það er að minnsta kosti miklu viturlegra en að kjósa á nýjan leik til stjórnlagaþings, sem hlýtur að vera algjört klúður.

Ljóst er af viðbrögðum fólks við uppákomu forsetans í gær, að áhangendur aðildarumsóknar  er einstaklega óánægt með ákvörðun Ólafs. Má þar nefna Samfylkingarmennina Eirík Bergmann og Baldur Þórhallsson. Reyndar gæti verið óheppilegt að blanda þessu tvennu saman en þó er ljóst að þessi tvö mál eru nátengd fyrir mörgum, einkum Samfylkingarfólki.

Sum sé. Slá tvær flugur í einu höggi og kjósa um hvort tveggja á sama tíma, ESB og IceSave.


mbl.is Kosið 16. apríl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samningurinn er ekki tilbúinn.  Það verður kosið um ESB samninginn þegar hann lyggur fyrir. Annars er bara verið að kjósa um loft sem enginn veit neitt...... jú kjósa um hvort Íslendingar ganga í ESB herinn eða ekki einsog Bændasamtökin skilgreina hann.

Það er betra að kjósa stjórnlagaþing og icesave í sömu atkvæðisgreiðslu... til þess að spara pening. 

Einnig verður kjörsókn á stjórnlagaþing líklega meiri ef hun er tengd við Icesve.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 19:05

2 identicon

Held að það sé rétt að kjósa um hvort halda eigi samningaumræðum um ESB áfram eða slíta þeim.Tel að þetta sé ekki rétti tíminn en er einlægur sameiningarsinni.Rökin eru þau að við getum ekki tekið upp EVRU fyrst um sinn,meirihluti er ekki hlynntur eins og staðan er nú(vegna Icesave málsins) og við erum með næg mál í bili sem valda sundurþykkju.Ættum að einbeita okkur að laga ýmsa hluti fyrst.Gott að kjósa um þetta allt,spara pening og hreinsa andrúmsloftið.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihlutinn er nefnilega hlynntur að fá samninginn á borðið  http://www.evropuvaktin.is/frettir/17500/

Að kjósa um að hætta aðildarviðræður er ekki til þess að minnka sundurþykkjuna.. því er það ekki rök í sjálfum sér.

ESB eru tilbúin að hjálpa okkur að losna við gjaldeyrishöftin svo getum við farið í þetta ERM2 prógramm sem fyrst þó við tökum ekki upp evru strax.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband