Varalið

Merkilegt að vera að senda varaliðið í æfingaleiki fyrir úrslitin á EM 21 árs landsliða - og láta Ólaf Johannesson fá að hirða bestu bitana í leikinn gegn Kýpur sem skiptir fullorðinslandsliðið alls engu máli.

Þeir eru ekki margir leikmennirnir í þessu liði sem voru með í undankeppninni. Að vísu fá markverðirnir að vera í friði, þeir Haraldur Björnsson og Arnar Darri Pétursson (Sönderjyske). Vörnin er einnig nokkuð stabíl þó svo að mann eins og Eggert Jónsson vanti; eða með Hjört Loga Valgarðsson (IFK Gautaborg), Skúla Jón Friðgeirsson, Elfar Frey Helgason og jafnvel Hólmar Örn Eyjólfsson innanborðs.

Miðjumenn sem koma til greina í liðið á EM eru hins vegar fáir og varla nema Bjarni Þór Viðarsson (Mechelen).

Nóg er af sóknarmönnunum sem hafa leikið í undankeppninni og kemur varla nema einn í þessu liði til greina á EM, eða Björg Bergmann Sigurðarson (Lilleström).

Þetta er því harla vængstífður hópur sem hefur undirbúninginn og leikur gegn Úkraínu nú seinni hlutann í mars. Þá er alls óvíst um leikinn gegn hinu firnasterku liði Englands nokkrum dögum seinna.
Því er óhætt að fullyrða að ekki byrjar undirbúningurinn undir úrslitakeppnina á EM í júní vel.


mbl.is Einn nýliði í U21 ára landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Svona til að bæta við þetta þá eru eftirtaldir leikmenn "aðalliðs" 21 árs liðsins að leika með A-landsliðinu á sama tíma og leikur 21 árs liðsins fer fram í Úkraínu. Þeir eru:

Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Rúrik Gíslason, OB

Arnór Smárason, Esbjerg

Guðmundur Kristjánsson

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar

Birkir Bjarnason, Viking

Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar

Alfreð Finnbogason, Lokeren

Torfi Kristján Stefánsson, 15.3.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband