"Coalition Of The Willing"

Danir, Norðmenn og fleiri þjóðir eru viljugar að fara út í nýtt stríð, en þessar þjóðir eru nú þegar í stríði í Afganistan sem hluti af innrásarliðinu þar.

Nú er auðvitað spurning hvað ríkisstjórnin íslenska gerir með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar.

Stjórnarflokkarnir núverandi gagnrýndu harðlega þátttöku íslenska ríkisins í innrásinni í Írak - og töldu það í hróplegri mótsögn við sögu þjóðarinnar sem friðsamrar og án þátttöku í hernaðarátökum.

Nú hins vegar er annað hljóð í strokknum hjá utanríkisráðherra. Það er bara spurning hvort hann vilji ekki ganga alla leið og vera hluti af Coalition Of The Willing, eins og Danir eru.

Yrði þá viðsnúningurinn eins hlægilegur og við höfum orðið vitni að hjá öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar þegar þeir nota rök nýfrjálshyggjunnar til að mótmæla hugmyndum um nýtt skattþrep á ofurlaun.


mbl.is Líbíumenn hafa lokað lofthelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við þetta má bæta að tyrkneska ríkisstjórnin hefur gagnrýnt ályktun Öryggisráðsins og skorað á stríðandi aðila í Libýu að semja tafarlaust um vopnahlé.

Hún mótmælir einnig öllum afskiptum erlendra ríkja af átökunum í Libýu.

Það verður að koma til friðsamleg lausn á átökunum.

Þessi tilkynning var send út samtímis því að fundur NATO-ríkjanna um hugsanlega þátttöku þeirra í árásum á líbýska stjórnarherinn byrjaði ní í morgun.

Þar þufa öll 28 ríki sambandsins að viðurkenna árásirnar svo af þátttöku NATO geti orðið. Ólíklegt er að af því verði því Tyrkir eru jú í samtökunum.

Hvaða skilaboð ætli fastafulltrúi okkar hjá NATO hafi fengið frá utanríkisráðherra?

Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2011 kl. 11:04

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður að stoppa Gaddafi og hans stuðningsmenn í þessu ofbeldi á sinni þjóð.

 En það verður að vera alveg á hreinu að hjálp til almennings þar í landi verður að byggjast á raunverulegum hjálpar-vilja til mannréttinda sem það gera. Ef það á að ræna þennan sama almenning eftir að Gaddafi hefur verið settur frá völdum, mun þeim svo sannarlega hefnast fyrir slíkan bjarnargreiða.

 Nú er tími siðmenntar en ekki valdastríðs í heiminum. Enda veitir ekki af að heimsbyggðin standi saman og þótt fyrr hefði verið. Jarðskjálftar, flóð, eiturgufa, eldgos og fleira í boði hverfular náttúrunnar ætti að vera næg staðfesting á að sitjandi höfðingjar heimsins hafa ekkert um að velja annað en að nota vitið og völdin til að hjálpast að og standa saman.

 Gaddafi er of sjúkur til að geta það, og það er öllum ljóst. Valda-höfðingjar heimsins eru mannlegir og geta veikst eins og aðrir. Þá þarf að stoppa brjálæðið.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2011 kl. 11:18

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Og enn eitt:

Þær arabaþjóðir sem eru tilbúnar að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Libýu eru Saudi-Arabía, Quatar, Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Í nær öllum þessum ríkjum hafa verið mótmæli upp á síðkastið og Sádar m.a.s. sent herlið til Bahrein til að kveða niður móttmæli gegn einræðisstjórninni þar. Sádarnir eru auðvitað sjálfir undir mjög harðri einræðisstjórn.

Við eru sem sé hér að verða vitni að miklum tvískinnungi. Ljóst er að nýlendustefnu Vesturveldanna vex mjög fiskur um hrygg þessi misserin (undir því yfirskyni að vera að verja óbreytta borgarar og berjast fyrir lýðræði), enda fara lífsnauðsynleg hráefni fyrir þessar þjóðir að verða af skornum skammti.

Það sem vekur þó kannski mesta athygli er hinn herskái tónn Norðmanna, ekki síst í ljósi þess að þar situr "heinræktuð" vinstri stjórn.

Ljóst er að nýlendudraumar þeirra eru miklir, ekki síst hvað varðar olíuna en þar eiga Norðmenn mikilla hagsmuna að gæta:

Sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article4064561.ece

Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2011 kl. 11:19

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sæl Anna Sigríður. Þetta sama sögðu menn fyrir innrásina í Írak. Saddam væri geðveikur og myrti eigin þjóð. Síðan þá hafa vel á annað hundrað þúsund almennra borgara verið drepnir í Írak - og stjórnvöld þar einna spilltust allra í heiminum.

Meira að segja lýðræðið er þar fótum troðið.

Nei, Vesturlöndum er alltaf sama um fólkið og frelsið - enda er ekki hreyft við mesta einræðisríkinu þarna, Saudi-Arabíu - það eru hagsmunir og hagmunir einir sem þarna ráða ferðinni.

Það má sjá af herskáum viðbrögðum Breta og Frakka sem keppa um áhrifin þarna og að koma sínum fyrirtækjum þarna sem tryggilegst fyrir.

Nýlenduhefðin ræður þarna ríkjum eins og svo oft áður eins og sjá má af hófsömum viðbrögðum Þjóðverja, sem eiga enga nýlenduhagsmuna að gæta þarna.

Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 460003

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband