18.3.2011 | 12:48
Er Valtýr maður til að gagnrýna einhvern?
Þetta útspil Valtýs verður að lesa í ljósi fortíðar hans, þar á meðal deilna hans við Evu Joly, en hún krafðist þess eins og kunnugt er að honum yrði vikið úr starfi vegna vanhæfni.
Það eru fleiri sem hafa farið fram á það að Valtýr víki sem ríkissaksóknari, t.d. vegna ummæla um kynferðisbrotamál svo sem þessi um nauðgun: Er mælikvarðinn endilega sá að hún sé ekki virk í rúminu með honum, taki ekki þátt?
Tekið skal fram að frami Valtýs innan kerfisins er allur Birni Bjarnasyni að þakka - og gott að kálfurinn kunni að meta ofeldið. Björn réði hann sem fangelsismálastjóra árið 2002 og svo ríkissaksóknara árið 2007, og hefur Valtýr varið hann alla tíð síðan - og bergmálað skoðanir Björns á opinberum vettvangi.
Það er því gott að núna, 1. apríl, verðum við laus við þennan mann úr embætti ríkissaksóknara.
Gagnrýndi forsætisráðherra fyrir afskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 2
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 458141
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona til viðbótar þessu má benda á að Valtýr hefur sjálfur verið ásakaður fyrir að dæma "meinta afbrotamenn" fyrirfram eins og kom berlega í ljós í Geirfinnsmálinu.
Þar komu meira að segja fram mjög alvarlegar ásakanir um að hann hafi reynt að falsa gögn, leirmyndina svokölluðu, til að koma sök á einn tiltekinn mann, sjá grein Tómasar Gunnarsson lögmanns hér: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=553788
Auk þess má vel benda á að meint umhyggja Valtýs í garð þeirra sem hafa verið dæmdir af dómstóli götunnar, kemur einungis fram gagnvart hvítflibbaglæpamönnum (og kannski nauðgurum) en ekki öðru fólki, sem þó með réttu má segja að hafi verið tekið af lífi opinberlega áður en dæmt var í máli þess.
Þessi umhyggja hans í garð bankaræningjanna og annarra útrásarvíkinga segja manni því aðeins eitt, þ.e. hverjir vinir hans séu.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2011 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.