Kjáni eða kjarkmaður?

Ban Ki-Moon hefur verið nokkuð umdeildur sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann er eins og kunnugt er Suður-Kóreumaður, en S.-Kórea er einhver helsti stuðningsþjóð Bandaríkjamanna í suðaustur Asíu, enda til orðin sem ríki fyrir tilstilli þeirra. Hann var ráðherra í hægri stjórn þar og síðar sendiherra í Austurríki. Tengsl hans við það ríki leiddi til stuðningsyfirlýsingar hans með framboði Austurríkis til Öryggisráðsins þegar Ísland sóttist einnig eftir að komast í ráðið.
Þótti mörgum það furðulega afskipti framkvæmdastjórans af málum, sem hann yrði að vera hlutlaus í stöðu sinnar vegna.

Þá hafa margar yfirlýsingar hans vakið furðu og óánægju margra valdamikilla ríkja innan Sameinuðu þjóðanna. Má reyndar líta á þessi ummæli nú sem tilraun framkvæmdastjórnans til að ganga í augu þeirra þjóða sem helst hafa verið óánægð með hann. Taka skal fram að umboð hans rennur út nú í lok ársins og talið líklegt að hann hafi áhuga á að halda starfinu áfram. Þá þarf hann að gera skurk í því að ná endurkjöri, með svo marga volduga aðila á móti sér, þ.e. bæta fyrir fyrri "mistök".

Alvarlegasta ásökunin á hendur honum hefur þó komið frá Mona Juul, fyrrverandi fastafulltrúa Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum, sem segir hann skorta leiðtogahæfileika, vera litlausan og leiðinlegan, auk þess sem hann fái skapofsaköst sem geri hann mjög óvinsælan meðal samstarfsmanna sinna.
Mestu gagnrýnina fær hann þó fyrir embættisveitingar sínar í ráðandi stöður innan SÞ.

Líklega er þetta útspil Ban Ki-moon enn eitt dæmi um vanhæfni hans í starfi. Fjöldi aðildalanda SÞ eru á móti afskiptum erlendra þjóða af innanríkismálum í Libýu (og innanríkismálum þjóða almennt) - og sérstaklega á móti hernaðaraðgerðunum. Þær vilja fara samningaleiðina, valdamiklar þjóðir eins og Kína, Rússland, Þýskaland og Tyrkland - en framkvæmdastjórinn hunsar þessar þjóðir með yfirlýsingu sinni og gerir lítið úr skoðunum þeirra.

Framkvæmdastjórinn á að vera sá aðili sem sættir ólík sjónarmið - og gæta starfsreglna SÞ - en ekki sá sem kastar olíu á eldinn eins og hann gerir hér.


mbl.is Sameinaður vilji heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er ágætis grein sem sýnir tvískinnung Vesturveldanna hvað Gaddafi varðar. Einræðið og harðstjórnin er ekki hans heldur Bandaríkjanna og leppa þeirra:

http://www.independent.co.uk/opinion/commentators/fisk/robert-fisk-first-it-was-saddam-then-gaddafi-now-theres-a-vacancy-for-the-wests-favourite-crackpot-tyrant-2246415.html

Torfi Kristján Stefánsson, 20.3.2011 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460034

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband