Hvað er hann ekki of gamall fyrir liðið?

Það rifjast alltaf upp fyrir manni hversu margir reynslumiklir leikmenn eru fyrir utan karlalandsliðið í fótbolta sem leikur nú um helgina gegn Kýpur í Evrópukeppninni.
Áður hefur verið nefnt að menn eins og Eiður Smári, Brynjar Björn og Veigar Páll hafi ekki verið valdir í liðið (menn í Noregi er forviða á því að ekki sé hægt að nota einn besta erlenda leikmanninn þar í lélegt landslið Íslands), heldur 10 leikmenn 21. árs liðsins sem þó er að leika tvo landsleiki á sama tíma - og þannig að undirbúa sig að fullu fyrir úrslitakeppnina sem nálgast nú óðfluga.

Það er ekki eins og við eigum ekki nóg af reynslumiklum leikmönnum, sem hafa spilað lengi erlendis. Fyrir utan þá ofansögðu þá gleymist yfirleitt að telja Helga Val sem nú hlaut loksins náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.
Auk þess má nefna mann eins og Eyjólf Héðinsson sem nú leikur í sterkustu deild Norðurlandanna, dönsku úrvalsdeildinni. Hann lék allan leikinn með Sönderjyske sem vann góðan sigur nú um helgina gegn Midtjylland ... en kemur samt ekki til greina í liðið.
Í stað þess er maður eins og Guðmundur Kristjánsson valinn - leikmaður sem ekki kemst í 21. árs liðið en hefði vel getað nýst þar í leikjunum gegn Úkraínu og Englandi - í stað þess að sitja á bekknum gegn Kýpur.

Já, vitleysan í landsliðsþjálfaranum ríður ekki við einteyming - og ekki heldur langlundargeðið KSÍ-forystunnar gagnvart honum.


mbl.is Helgi Valur í landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband