Af hverju til Guam?

Þessi hugmynd að senda umhverfisfjandamleg efni (geislavirk) eins og röntgenfilmur til lands eins og Guam vekur upp margar spurningar.

Guam er eitt af fáum nýlendum sem til eru í dag, en eyjarnar voru herteknar í spæsk-ameríska stríðinu rétt fyrir aldamótin 1900.
Bandaríkjamenn hafa þar fjöldann allan af herstöðvum sem ná yfir um 30% landsins - og er ætlunin að stækka það upp í 40%.

Lífríkið á Guam er mjög viðkvæmt og sérstakt - og ógnað á margan hátt.

Því finnst mér það nokkuð furðulegt að hugmyndin sé að senda þangað hættuleg úrgangsefni - og að Landspítalinn einn geti tekið þá ákvörðun.

Hvað segja íslensk mengunarlög, heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisstofnanir við þessu - sem og náttúruverndarsamtök?
Já hvað segir hin umhverfissinnaða ríkisstjórn, og ráðherrar hennar, við þessu?


mbl.is Sendir röntgenfilmur til Guam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Filmunar eru reyndar ekki geislavirkar.

Jónaða geislunin frá röntgen tækinu er skotið í gegnum filmuna (og sjúklingin) en það situr ekki eftir geislavirkni

kveðja

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Che

Það sem gerist utan landsteina Íslands lætur Svandís Svavarsdóttir sig engu varða. Ef það væri til eitraður eða geislavirkur efnaúrgangur hér á landi þá myndi hún láta senda það til annarra heimsálfa með glöðu geði, til Galápagos ef því væri að skipta. Og síðan búast við hrósi.

Annars er það furðulegt, að ekki skuli vera hægt að fjarlægja persónuupplýsingarnar frá röntgenfilmunum með skærum eða þ.u.l. Eða setja þær í tætara fyrst áður en þeim yrði fargað hér á landi. Og hver ætlar að fylgjast með því að þeim verði fargað í raun á Guam? Hvaða hópur embættismanna fær að fara í frí til Kyrrahafsins á kostnað skattborgaranna?

Che, 22.3.2011 kl. 14:31

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Takk fyrir þetta Elfar. Samt situr eftir spurningin af hverju þessu er ekki eytt hér á landi, heldur flutt hinum megin við hnöttinn með tilheyrandi kostnaði.

Torfi Kristján Stefánsson, 22.3.2011 kl. 14:43

4 identicon

Kynnti mér þetta aðeins þar sem ég veit að filmunar eru með ákveðin eitur í sér og komst að eftirfarandi

Helsta vandamálið við filmunar að þær innihalda silfur í eitruðu magni. Það ásamt plastinu veldur því að það er frekar óráðlegt að bara urða það og ég held að endurvinnslan okkar geti ekki gert neitt með filmunar.

Það eru mörg fyrirtæki sem kaupa svona myndir til að vinna úr þeim silfrið. Spurning hvort það er ekki málið hérna, það virðast vera mörg endurvinnslu fyrirtæki á Guam..... 

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 15:10

5 identicon

Ástæðan fyrir því að filmur eru sendar til eyjunnar Guam er sú að þar er starfandi fyrirtæki sem heitir Film Tech Corporation og sérhæfir sig í eyðingu á filmum og þ.m.t. röntgen myndum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband