Mogginn of bráður að venju!

Mogginn er oftast fljótastur fjölmiðla með fréttirnar ef þær gætu gagnast málstað Ísraels.

Reyndar er Ríkisútvarpið farið að keppa við Moggann hvað það varðar en í fréttum í dag tyggur RÚV það upp hvað eftir annað að Ísrael hafi aðeins verið að svara árásum frá Gasa þegar sprengjur Ísraela drápu átta manns í gær, flesta óbreytta Palestínumenn (konur og börn).

Varðandi sprenginguna í Jerúsalmen núna í morgun þá kemur fram í öllum fjölmiðlum, öðrum en Mogga, að aðeins fjórir hafi slasast lífshættulega.


mbl.is Hryðjuverkaárás í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ertu að meina Torfi að það séu ekki konur og börn í Ísrael sem gætu orðið fyrir hryðjuverkum arabanna, en það er daglegt brauð að stórhættulegum eldflaugum er skotið frá Gasa yfir til Ísraels og ætli það hafi ekki einmitt verið konur og börn sem urðu fyrir þessari árás í dag????????

Allt ofbeldi er slæmt, en það eru einmitt ofbeldi svokallaðra Palestínumanna sem má helst ekki nefna á nafn vegna pólitískrar rétttrúnaðar og hefur RÚV verið þar fremstir í fylkingu að verja hryðjuverk Hamas ásamt ónefndum lækni hér í borg.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.3.2011 kl. 15:22

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Láttu nú ekki svona Ibsen! RUV er greinilega að taka sig á eins og heyra má. Ég hef t.d. aldrei heyrt neina fréttastofu segja orðið "einræðisherra" eins oft og þegar RÚV er að segja fréttir af framvindu mála í Libýu þessa daganna.

Þetta er eins og að lesa frásögur Moggans í gamla daga af framferði Víetkong í Víetnam, en þar voru þeir aldrei kallaðir annað en kommúnistar.

Og nú í hádeginu sagði RÚV frá því að "hryðjuverkamenn" á Gasa hefðu skotið tveimur eldflaugum að Ísrael (en ekkert manntjón orðið). Þá sagði ennfremur að í gær hefðu Ísraelsmenn gert loftárásir á Gasa ((þar sem fimm óbreyttir borgarar létust) sem svar við árásum Hamas þá fyrr um daginn!

Sérstaklega hlutlaus fréttaflutningur það - sem sýnir að þú þarft nú ekki að kvarta mikið yfir fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hún er að standa sig með sóma þessa daganna!

Torfi Kristján Stefánsson, 23.3.2011 kl. 16:02

3 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

,, sprengjur Ísraela drápu átta manns í gær, flesta óbreytta Palestínumenn (konur og börn).''

Í fréttinni á reuters var sagt að átta hafi látist og fleiri slasast, meðal annars konur og börn.  Ekki tekið einu sinni fram að konur og börn hafi látist, heldur að þau væru með þeim slösuðu.

Þú ættir að taka að þér áróðursverkefni, fjandi ertu góður í að hagræða fréttunum.  Annars reikna ég með og flestir aðrir heilvita menn að Ísrael léti af árásum á innan á Gaza svæðið ef Hamas liðar myndu hætta að skjóta eldflaugum á Ísrael.  Það að eldflaugarnar hitti ekki alltaf er engin réttlæting. 

Arngrímur Stefánsson, 23.3.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jæja Arngrímur, það er spurning hvor okkar sé duglegri í að hagræða fréttum. Hið rétta er í fréttinni um árás Ísraela á Gasa er það að fjórir óbreyttir borgarar voru drepnir (tilheyrðu sömu fjölskydunni ef ég man rétt) en fimm "hermenn".

Svona í framhjáhlaupi má nefna að 1.400 manns voru drepnir í árás Ísraelsmanna á Gasa 2008-9.

Þú er auðvitað miklu nákvæmari en ég, svo sem í lýsingu þinni á því hversu mikið "svín" Gaddafí er, og hversu skyggn þú varst á það langt á unda öðrum mönnum, eins og kemur fram í pistli á bloggsíðu þinni.

Torfi Kristján Stefánsson, 23.3.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 458107

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband