Gagnrýnd fyrir hvað?

Loksins þegar eigendur kjarnorkuversins í Japan gegna skyldum sínum og leysa frá skjóðunni um hversu alvarlegt kjarnaorkuslysið í verinu er, þá gagnrýnir hægri ríkisstjórnin í Japan þá fyrir alvarleg mistök!
Reyndin er sú að hingað til hafa ekki aðeins eigendur þessarar einkareknu kjarnorkustöðvar leynt því hversu lekinn í verinu er alvarlegur, heldur einnig japönsk stjórnvöld.

Slysið er talið næstum eins alvarlegt og það í Tjernóbyl í gömlu Sovétríkjunum árið 1986 (Úkraínu).
Þá fór vestræn pressa mikinn til að sýna hversu tæknilega vanmáttug kommúnistastjórnin í Moskvu var til að takast á við vandann. Nú hins vegar er slysið þaggað niður, þrátt fyrir umfang þess, enda er hér um að ræða eitthvert tæknivæddasta kapitalíska ríki heims.

Það er merkilegt hvernig Geislavarnir ríkisins taka þátt í þessum leik við að þakka umfang slyssins niður. Það leiðir hugann að því ef slík slys yrði hér við land, t.d. af hálfu kjarnorkuknúins kafbáts í eigu Bandaríkjamanna eða einhverra hervélar annars konar sem bera kjarnorkuvopn.
Megum við Íslendingar búast við að umfang þess slys verði einnig leynt fyrir okkur?

Taka skal fram að forstjóri Geislavarna rikisins er yfirlýstur sjálfstæðismaður og mikill unnandi vestrænnar samvinnu, enda talið að það hafi ekki skert möguleika hans til að fá stöðuna á sínum tíma.

Nú þegar hann er löngum stundum fjarverandi frá störfum vegna ástar sinnar á Karabíska hafinu og fleiri slíkum leyfisparadísum fyrir þá nýríku og spilltu, þá er um að gera að tryggja að undirmennirnir séu á sömu bylgjulengd.
Það hefur honum tekist eins og í ljós hefur komið í viðtölum við talsmann Geislavarna í fjarveru forstjórans, Sigurðar Magnússonar.


mbl.is Óviðunandi mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Torfi. Gott dæmi um hvernig taumlaus og siðblind græðgi drepur allt og alla.

 Heiminum er stjórnað með lygi sem gerir það að verkum að enginn veit í raun hvað er í gangi. Græðgis-hugsjónatoppar heimsins eru löngu komnir úr tengslum við raunveruleikann og skilja ekki sannarlega hættu sem þeir valda heimsbyggðinni með lyginni og glórulausri græðginni.

 Og ef einhver segir satt ætlar þetta gervi-hugsjónafólki blindrar græðginnar af göflunum að ganga?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.3.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband