28.3.2011 | 17:01
Össur kominn í hóp með Davíð og Halldóri
Össur hefði átt að láta meira þegar forystumenn ríksistjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, Davíð og Halldór, settu Ísland á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak árið 2002-3.
Hann gagnrýndi þá harðlega að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd né þingið, en nú gerir hann þetta sjálfur hvorugt og gengur meira að segja enn lengra - hefur ekkert samráð um málið við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn!
Þegar Össur varð utanríkisráðherra þá lét hann gera könnun á því hvernig ráðuneytið kom að þessum málum og birti gögn þar um: Sjá http://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/iraksskjol2002-3
Nú hlýtur samstarfsflokkurinn að krefjast birtingu allra gagna sem greina frá hvernig Ísland greiddi atkvæði á fundi fastaráðs NATO í gær, þar sem var ákveðið að taka þátt í hernaðaraðgerðunum gegn Libýu.
Til vara hlýtur sú krafa að koma að Össur segi af sér en að Vinstri Grænir segi sig frá stjórnarsamstarfinu ella.
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.