Össur kominn í hóp með Davíð og Halldóri

Össur hefði átt að láta meira þegar forystumenn ríksistjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, Davíð og Halldór, settu Ísland á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak árið 2002-3.

Hann gagnrýndi þá harðlega að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd né þingið, en nú gerir hann þetta sjálfur hvorugt og gengur meira að segja enn lengra - hefur ekkert samráð um málið við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn!

Þegar Össur varð utanríkisráðherra þá lét hann gera könnun á því hvernig ráðuneytið kom að þessum málum og birti gögn þar um: Sjá http://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/iraksskjol2002-3

Nú hlýtur samstarfsflokkurinn að krefjast birtingu allra gagna sem greina frá hvernig Ísland greiddi atkvæði á fundi fastaráðs NATO í gær, þar sem var ákveðið að taka þátt í hernaðaraðgerðunum gegn Libýu.
Til vara hlýtur sú krafa að koma að Össur segi af sér en að Vinstri Grænir segi sig frá stjórnarsamstarfinu ella.


mbl.is Vorum ekki spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband