30.3.2011 | 20:05
Landið á útsölu
Þessi frétt og umfjöllunin í Kastljósinu í kvöld, er nú það farsakenndasta sem ég hef séð lengi - og eru þó margar fyrsta-apríl fréttirnar búnar að vera í fjölmiðlum síðustu vikurnar.
Bæði var strákstaulinn með Sturlunganafnið mjög ósannfærandi - og Róbert Marshall greinilega í hópi þeirra Samfylkingarmanna, og annarra einkafjármagnsunnenda, sem eru tilbúnir að gefa landið bara fyrir einhverja útlenska glæframenn sem þykjast eiga einhverja pening.
Athyglisvert var einnig að krafa innanríkisráðuneytisins um að þessir aðilar ættu að skila inn sakavottorði féll ekkert alltof vel í kramið, né það að tryggt væri að þetta fólk kæmi með fjölskyldur sínar hingað upp.
Af því má ráða að umsóknirnar um íslenskan ríkisborgararétt sé einfaldlega yfirskyn til að sniðganga íslensk lög og reglur.
Þá er allsherjarnefndin undir forystu Róberts Marshall, að verða ein allsherjar klíkustofnun sem starfar án nokkurra fastra reglan heldur aðeins að eigin geðþótta.
Mál er að linni!
Vilja ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 458044
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.