"stjórn sprengjuárása"?

Margar er fréttirnar merkilegar frá stríðinu í Libýu en þetta orðalag sýnir hversu langt "hinar viljugu þjóðir" eru komnar frá ályktun Sameinuðu þjóðanna.
Þar var aðeins talað um vernd almennra borgara og loftferðarbann yfir landið, en nú er menn farnir að viðurkenna það grímulaust að þeir aðstoði uppreisnarmenn gegn stjórnarhernum. Þetta, og upplýsingar um starfsemi CIA-manna í landinu til að miða úr hersveitir Gaddafi, eru gott dæmi um það.

Frá Danmörku berast þær fréttir að samstaða þeirra um aðgerðirnar sé rofin. Enhetslisten er hættur stuðningi sínum við þær vegna þess að þær séu einfaldlega þátttaka í borgarastríði, sem Vesturveldin hafa ekkert umboð til.
Þá benda þeir á að ekkert sé gert til að koma á vopnahléi í landinu og samningarviðræðum þó það sé fyrsta málsgreinin í ályktun Öryggisráðsins.

Samtök Afríkuríkja og fleiri aðilar, sem hafa reynt að tala fyrir vopnahléi hafa ekki fengið neina áheyrn heldur halda menn áfram að sprengja líbyska herinn í loft upp og gera árásir á hugsanlega dvalarstaði Gaddafis til að drepa hann.

Afríkuríkin eru orðin svo þreytt á þessu að þeir hættu við að taka þátt í fundinum í London þar sem Össur Skarphéðinsson lagði blessun sína yfir blóðbaðið (og þvoði hendur sínar í leiðinni).
Næst þegar hann ætlar að slá sig til riddara hjá Samtökum Palestínumanna mun hann verða minntur á þetta.


mbl.is NATO ber nú ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur alltaf verið svona, sú stjórn sem við búum við eru lygalubbar sem hafa einungis "sigur" að stafni og myrð alla andstæðinga sína.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband