Skrítið val!

Mér finnst þetta val mjög sérkennilegt svo ekki sé meira sagt, enda virðast þessir íþróttafréttamenn hafa lítið vit á fótbolta (fréttablaðssnápurinn er annar).
Hér vantar menn eins og Birki bjarnason og Hólmar Örn Eyjólfsson sem áttu stórleik gegn Englendingum. hómar skoraði jú sigurmarkið. Þá er Björn Bergmann mjög heitur inn í liðið.

Markvörður: Haraldur Björnsson (eða Arnar Darri).

Hægri bakvörður: Andrés Már Jóhannsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson.

Miðverðir: Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson.

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Gylfi Þór Sigurðsson.

Hægri kantur: Alfreð Finnbogason.

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson (eða Björn Bergmann Sigurðarson).

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson.

--------------------------------------------------------------------------
Út úr liðinu falla Aron Einar Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason, auk Guðlaugs Victors Pálssonar.


mbl.is Margir gera tilkall til sætis í byrjunarliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið val hjá þér einnig verð ég að segja. Birkir Bjarna er kanntari síðast þegar ég vissi, Bjarni Viðars er fyrirliði u21 landsliðsins og ekki dettur fyrirliðinn út úr liðinu, Eggert hefur verið að spila mikið í miðverðinum í Skotlandi og Aron er fastamaður í Coventry.

Að mínu mati væri þetta sterkasta uppstillingin.

Markmaður: Haraldur Björnson

Hægri bak: Skúli Jón

Vinstri bak: Hjörtur Logi

Miðverðir: Hólmar, Eggert

Miðjumenn: Bjarni, Aron Einar, Gylfi sig

Hægri kantur: Rúrík

Vinstri kantur: Jóhann Berg

Framherji: Kolbeinn

Bekkur: Arnar Darri, Jón Guðni, Andrés, Guðlaugur, Birkir, Alfreð, Björn Bergmann

En aftur á móti er fáránlega erfitt að stilla upp þessu liði, breyddin er vangefið góð.

Skrítið hja fréttaritara að setja guðlaug í hægri bak, þar sem að Gulli er miðjumaður að uppruna.

siggi þór (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 17:24

2 identicon

Sá þetta ekki fyrr en nú. Bjarni Viðars kemst ekki einu sinni á varamannabekkinn hjá liði sínu í Belgíu (Mechelen) svo ég skil ekki hvaða erindi hann á í harða keppni eins og úrslit Evrópumótsins (maður í engri leikæfingu eins og sást vel í leiknum gegn Englendingum).

Ég er hins vegar sammála því að erfitt er að stilla upp þessu liði. Birkir er með hjá mér sem miðjumðaður/kantmaður vegna þess að hann er einn fárra leikmanna 21 árs liðsins sem spilar reglulega með góðu liði sínu.

Aron Einar gerir það reyndar einnig en mér leiðist svona destruktífir leikmenn eins og hann, sem hefur einkum það hlutverk að skemma fyrir hjá andstæðingunum. Auk þess er hann hjá lélegu liði í Englandi.

Eggert hefur verið að spila á miðjunni hjá fullorðinslandsliðinu og verið góður þar - því þá ekki með 21 árs liðinu, sem er veikara á miðjunni en í vörninni?

Verst er hvað margir leikmenn eru að spila lítið. Jóhann Berg spilar ekki mikið með AZ Alkmaar(og er núna meiddur), Bjarni Viðar ekkert með Mechelen, Gylfi lítið með Hoffenheim og Rúrík er einnig kominn á bekkinn hjá OB. Hjörtur Logi var meira að segja á bekknum hjá Gautaborg í fyrsta leik liðsins í sænsku deildinni.

Meira að segja Arnór Smárason fer að banka á dyrnar núna þegar hann er byrjaður að spila reglulega með Esbjerg - og standa sig vel.

torfi stefánsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband