Bein afskipti SÞ að borgarastyrkjöld

Afskipti Sameinuðu þjóðanna að vopnuðum átökum víða um heim eru að verða sífellt algengari - og eru farin að minna á tímann um 1950 þegar SÞ stóðu fyrir innrásinni í Kóreu, sem næstum lauk með nýrri heimstyrjöld.

Ályktun öryggisráðsins nú um daginn um að hafa afskipti af borgarastyrjöldinni í Libýu hefur verið mjög gagnrýnd, einkum hin tengjanlega setning um að vernda almenna borgara "með öllum tiltækum ráðum".

Og nú gera herþyrlur á vegum SÞ árásir á forsetahöllina í höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar til að "vernda líf almennra borgara".
Það hlægilega við þetta yfirklór SÞ yfir afskipti þeirra af innanríkismálum, sem er bannað samkvæmt stofnskrá SÞ, er að það eru sveitir uppreisnarmanna, andstæðingar sitjandi forseta, sem hafa verið uppvísir að fjöldamorðum á almennum borgurum (800 manns amk), ekki liðsmenn Gbagbo forseta.

Afsökunin sem Sameinuðu þjóðirnar - og reynda fleiri erlend samtök - beita fyrir sig er úrslit forsetakostninganna þar sem sitjandi forseti á að hafa beðið ósigur fyrir leiðtoga uppreisnarmanna, Quattara. Þessu neitar forsetinn og stuðningsmenn hann og saka andstæðinginn um stórfelld kosningarsvik.
Sá er frá norðurhluta landsins og hefur kosningardómstóll í landinu tekið af honum 10% atkvæða vegna þessa meinta kosningasvindls. Þar með tapaði hann kosningunni að mati dómstólsins.

Þetta sætti Quattara sig ekki við og hóf víðtæka uppreisn. Furðu vekur hversu öflugt lið hann hefur náð að virkja á skömmum tíma, en taka skal fram að þessi maður, sem er menntaður viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum en ekki herforingi, er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hann hefur tvisvar setið á forsetastól fyrr og tvisvar staðið fyrir byltingu í landinu!

Stuðningur SÞ og Vesturveldanna við hann bendir til þess að uppreisnin hafi verið undirbúin með góðu fyrirvara - og látið til skarar skríða þegar kosningarsvindlið mistókst.
Það er líklegt að CIA hafi eitthvað komið að þeim málum - þetta líkist vinnubrögðum þeirra - en að SÞ sé orðið augljóst handbendli Bandaríkjanna í nú grímulausri heimsyfirráðastefnu þeirra hefur ekki gerst síðan í Kóreustríðinu.


mbl.is Enn barist í Abidjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband