Viðbrögðin á Norðurlöndunum

Viðbrögðin að utan láta ekki á sér standa. Í norska vefmiðlinum aftenposten.no segir frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á hlutlausan hátt.

Þar er meðal annars stutt viðtal við stórsöngvarann Kristján Jóhannsson sem stígur þar niður úr vellystingarhásæti sínu og blandar sér í kór alþýðunnar: "Við borgum ekki skuldir skúnkanna sem velta sér enn upp úr lúxusnum" ("Ikke en sjanse at vi skal betale gjelda til skurkene som fortsatt velter seg i luksus").

Þó tala fjölmiðlar, eins og dn.se., að dómstólaleiðin, sem þetta leiðir óneitanlega til, geti orðið Íslendingum enn dýrari.

Politiken.dk segir einnig að þetta muni gera inngönguna í ESB erfiðari.
Þar (og í Aftenposten) er vitnað í lögfræðinginn Pétur Gunn (sem er óþekkt stærð hér nema þetta sé stjórnlagaráðsmaðurinn og eiginmaður hinnar síkátu Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu).
Þá er viðtal við einn af Valfellsauðvaldinu, Svein Valfells, sem gleðst mjög yfir að komast enn einu sinni upp með að borga ekki skuldir sínar (enn sem komið er).


mbl.is Mikilvægt að eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Torfi, skýrðu út hvernig Sveinn Valfells skuldar þetta.  Hann hefur verið búsettur í London í mörg ár, bara svo þú vitir, og greiðir örugglega sína skatta þar.

Marinó G. Njálsson, 10.4.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hafa þessi kallar nokkurn tímann borgað skatta sína og skuldir?

Er hann ekki annar aðalerfingi Valfellsauðsins, sem seldi Steypistöðina fyrir ekki svo margt löngu - á yfirverði? Hvar eru þeir peningar nú?

Torfi Kristján Stefánsson, 10.4.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 458045

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband